.....og Guð blessaði ísland

Orð Geirs H. Haarde fyrrum forsætisráðherra í Oktober 2008 " Guð blessi Ísland " áttu eftir að hafa meiri áhrif en fólk gerði ráð fyrir. Geir sagði nákvæmlega hið eina rétta í vonlausu ástandi, sýndi auðmýkt og lítilæti er hann varpaði áhyggjum sínum í hendur þess sem stýrir vorsins veldi og bað landi og þjóð Guðs blessunnar.

Margir höfðu að háði og varð bæn Geirs marg endurtekin á vörum fólks í miður góðum tilgangi. En Guð notar flónsku mannsins og svaraði bæninni, og hafa nú villuráfandi stjórnmálamenn og háðfuglar hlotið kinnroða. Jú Icesave bölvunin sem hvíldi yfir þjóðinni eins og myrkraský hefur snúist uppí mikla blessun fyrir alla þjóðina, líka þá sem hæddu og gerðu grín. Því Guð lætur rigna yfir réttláta sem rangláta. Og meira en það. Geir eftir að hafa verið hæddur og hrakinn frá störfum og leiddur fyrir Landsdóm fyrir tilstilli vafasamra stjórnmálamanna, stendur uppi sem sigurvegari með snilldar snarræði neyðarlaganna.

Þegar synir Jakobs seldu bróður sinn Jósefs í þrældóm til Egyptalands, sneri Guð því til blessunnar fyrir alla þjóðina og bræður Jósefs nutu einnig blessunnar Guðs, hlutu miskunn og komust undan dómi. Já Guð lætur ekki að sér hæða.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú virkilega, fullorðin maðurinn að guð hafi gert eitthvað í þessu máli :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband