Færsluflokkur: Bloggar

Biskup sé maður fastheldinn við hið áreiðanlega orð.

Agnes telur það stóran áfanga fyrir kirkjuna að nú muni kona gegna embætti biskups.. Hvers vegna spyr ég? Stór áfangi í hvaða máli? skiptir að kona gegni þessu embætti frekar en Karl? Það er eins og kirkjan sé í stríði við Guð sjálfan. Er tilgangur kirkjunnar ekki skýr frá upphafi, þ.e. að breiða út fagnaðarboðskapinn um Jesú Krist, að allir menn komist til iðrunnar og þekkingar á Sannleikanum.

Agnesar fyrsta verk er að tala við fólkið og hlusta á það...þetta voru fyrstu mistök Adams og Evu, að hlusta á hið skapaða í stað Skaparans, eins leitaði Pílatus ráða varðandi Jesú og Barrabas hjá óstöðugum fjöldanum um hvað gera ætti.

Er ekki réttara að leita Hans vilja, álits og ráðs og hvað Hann hefur til málanna að leggja fyrst áður enn annað er leitað? Nei, það virðist ekki skipta máli hvað Guði finnst eða hvað Heilög Ritning kennir. " Mér finnst " og " ég tel " guðfræðin ræður. En Biskup á að vera " maður " fastheldinn við hið áreiðanlega orð, hann á líka að vera einkvæntur..Kirkjan á að snúast um Guð en ekki kirkjan um fólkið.

Hins vegar er ekki rangt að hlusta á hróp fólksins, jafnvel má heyra röddu Guðs af munni fallins manns og ráð Hans finna af tungu hinna snauðu og vesælu. " en leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki."


mbl.is „Stór áfangi fyrir kirkjuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt siðferði rót vandans

Rannveig Rist er með þetta algerlega á hreinu. Einnig er einkennilegt að ekki hafi verið fjallað meira um þessar stórfenglegu fræmkvæmdir í Straumsvík. Það hentar kannski ekki á RÚV að hampa jákvæðni þegar álver er annars vegar?
mbl.is Slæmt siðferði rót vandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliði hlaut Mar eftir tæklingu

Málflutningur Grétars Mar í Bítinu á Bylgjunni í morgun bar vott um vonsvikinn pólitíkus sem hefur mistekist að ná eyrum almennings með málflutningi sínum. Í stað þess að hrekja mál Elliða með rökum tæklaði hann persónu Bæjarstjórans harkalega sem marðist lítillega en bar þó sigur úr Bítinu. Flokkur Grétars hefur svo gott sem þurrkast út af landakorti stjórnmálanna þrátt fyrir að þeir hafi barist fyrir mörgum ágætis málaflokkum. Elliði og bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum hafa staðið sig með mikilli prýði og unnið af einhug og heilindum að hagsmunum Vestamannaeyja, meðan Grétar virðist vera orðin vinstri bak-vörður.

VG orka

Nú er reynir á hvort orka sé í vinstrimönnum til að vera samkvæmir sjálfum sér, annars hafa undirskriftir og fjöldamótmæli ekki skipt þá miklu hingað til, bara stóllinn...
mbl.is Björk afhenti undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröllatrú og Grýludýrkun

Þrettándahátíðin var haldinn með mikilli fyrirhöfn sem áður og fjöldi manns heimsótti Eyjarnar og tók þátt í helgiathöfninni ásamt heimamönnum.  En það er einkennilegt að á 21. öldinni sé litlum börnum boðið uppá ófreskjur á borð við Grýlu og Leppalúða, tröll og forynjur innan um brennivínslyktandi jólasveina. Á meðan hásætisvagn  Gýlunnar er dregin til helgiathafnarinnar öskrar hún bölvandi með tryllingslegum hætti eins og vitstola maður „ þið eruð ljótustu börn í heimi, ég ætla að sjóða ykkur í potti og éta ykkur „ og fleiri orðaleppar af þessu tagi. Sjá má grátandi börn og skelkaða krakka haldið að ófreskjunum í algjörlega óskiljanlegum tilgangi nema þá til að hræða þau og foreldra finna til drottinn-valds gegn óskapnaðinum. Þetta nær svo hámarki sínu á fórnarhæðinni í Löngulá þar sem kynjamyndum er stigin dans og sungið lof yfir tendruðu báli þeim til heiðurs. Þvílík uppákoma og þvílík skemmtun. Hvað þætti fólki ef það sæi eitthvað þessu líkt í fréttum frá Kashagzdan?   

Hér áður á öldum þegar myrkur og fáfræði var hlutskipti þjóðarinnar voru uppeldisaðferðir í samræmi við það. Lítið tillit var tekið til tilfinninga barna og oft harkalegum aðferðum beitt. Óttinn var notaður til ögunnar og hræðslan til hlýðninnar. Forynjur sem bjuggu í klettum og fjöllum hungraði í óþekk og illa klædd börn. Ólánlegir og bæklaðir sveinar gægðust á glugga, giljuðu konur, hnuppluðu mat, skapstyrðir og skelltu hurðum eða slöfruðu í sig mat með dýrslegum hætti. Nei, heiðnin hreinsaðist ekki af Íslendingum þrátt fyrir Krisintökuna og spíritisminn hefur viðhaldist eins og vírus í þjóðarsálinni þrátt fyrir skírnir og fermingar.


Kjarni málsins frábær bók.

Ég hafði óskað eftir því að þessi bók yrði í einum jólapakkanum, og svo varð. Þetta er stórskemmtileg lesning ásamt því að vera bók sem gott er að grípa til fyrir ræðu og rit. Þrekvirki, vel unnin og þörf. Ég vil koma þakklæti til Hannesar Hólmsteins fyrir frábæra bók.

Kaus að kjósa ekki

Ég álít svo að dræm þátttaka í kosningum um breytingar á stjórnarskránni segi til um að fólk er ekki að biðja um þessar breytingar. Vandamálið í íslensku stjórnkerfi er ekki Stjórnarskráin heldur hugarfar, viðmið og viðhorf þeirra sem með völdin fara, sem og þjóðarinnar. Hér þarf margt annað að breytast áður enn farið er í stjórnarskrár breytingar. Þeim fjármunum sem varið er í þessa herferð og ESB brjálæðið er betur varið til hjálpar heimilum í landinu. Mér segir sá hugur að ríkistjórnin vilji með þessu reyna að dreifa athygli þjóaðrinnar að öðru en þeirra úrræðaleysi og vanmætti og vangetu til góðra verka.  

Guð og fjölmiðlar

Á þeim örðugu tíðum sem við lifum á hafa mennirnir gerst óforskammaðir í umræðunni um Guð og Hans Orð. Öfgafullir lastmælendur skirrast enskis í fjölmiðlum við að lastmæla Guði sínum og Skapara, án nokkurs Guðsótta og virðingar. Í stað þess að lægja sig og gefast undir Hans voldugu Hönd gerast menn harðsvíraðri enn nokkru sinni fyrr og hreykja sér upp með það eitt í huga að gera vondar hugsanir sínar kunnar. Þessir menn eru eins og skynlausar skepnur er þeir lastmæla því sem þeir þekkja ekki. Þeir setja sig upp í móti öllu sem heitir Guð og helgurdómur. Heilagri Ritningu er hvorki sýnd virðing né sómi, öllu heldur fótum troðin. Svívirðan er slík að ekki er hægt að hafa eftir það sem menn láta frá sér.

Og að þessu gera fjölmiðlar góðan róm. Þeir virðast hópa að sér öllu slíku guðleysi og fjalla svo hispurslaust um öfuguggahátt og sódómískar kynhneigðir þverbrotinna manna. Þetta er svo fyrir allra augum á tímum frétta og skemmtiþátta og eru börn og fjölskyldur óvarðar fyrir skömminni ef ekki er höfð gát á. 

Ráða og embættismenn þjóðarinnar eru jafnvel þeir sem veita forystu í slíkum efnum. Þeir leita á mála þeirra sem fótum troða mannréttindi, vilja slíta stjórnmála samstarfi við Ísrael en efla stuðning við hryðjuverkamenn, sameinast Evrópu skækjunni og gefa Bandaríkjunum langt nef. Þessir menn aðhylltust á árum áður isma og stefnur sem hélt lífum milljónum manna í gíslingu um áratuga skeið og mærðu leðitoga þeirra í riti og ræðu.     

Enn á þetta að koma okkur sem trúum óvart? Alls ekki. Þessir menn eru einmitt þeir sem láta Orð Ritningarinnar rætast. Þeir sem Biblían talar um að verði á síðustu dögum fyrir endurkomu Jesú Krists. Mönnum ætti því ekki að bregða né furða sig á þeirri stöðu sem land vort er komið í heldur snúa sér til Almáttugs Guðs og spyrja um gömlu göturnar og hver sé hamingju leiðin. 

Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesús, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði
um landið hér,
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.

 

 

 

 


Man Jóhanna réttindi

Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 við Heimi Má og hvern annan mikill baráttu maður Samkynfylkingarnar, talaði Jóhanna um að troðið væri manréttindum í Færeyjum vegna þess að heilbrigt hugsandi Færeyingar telja samkynhneigð óeðli og sjá Ísland sem víti til varnaðar. Hefði Jóhanna t.d. verið svertingi og Jenis hafnað matarboðinu á þeim forsendum hefði málið verið annað.

Telst það til mannréttinda að ljúga og síðan svíkja þjóð sína? að þvinga íslendinga í EB? að hunsa fátækt og neyð þeirra sem ekki hafa mat á borðum og eru að missa aleiguna en belgja sig sjálfa út á skerpukjöti? að skrumskæla íslenska tungu? og brjóta gegn elstu stofnun mannkynsins og hornsteini samfélagsins þ.e. fjölskydunni?  


Vinstri venjan

Það ætti engan undra að vinstri stjórn bregðist "sínu" fólki. Það er saga kommúnista að troða á sínum og skerða kjör þeirra, stjórna þörfum og neyslu þeirra. Ráða hvað við borðum, hvernig bíl við eigum, hversu stórt hús osfrv. Það getur varla verið að þeir sem kusu vinstri villuna komi dúr á auga að eftirsjá. Nú eru gömlu Alþýðubandalagskommarnir Ömmi, Óli og Steini að upplifa langþráðan draum sem er matröð fyrir okkur hin.
mbl.is Stjórnvöld hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband