Evrópa Kristin?

Evrópubúar að skipta um trú? hvaða trú? Væntanlega er átt við Kristni. Jú það eru Kristnir menn í Evrópu. En eru evrópubúar Kristnir? Hún er alvarlega fráfallin, Babylónísk og heimkynni and-kristni. Er Evrópa ekki sú álfa þar sem flest trúarbrögð eru stunduð? En hvort Evrópubúar gerist Islams-trúar veit ekki, allavega er Islam boðið velkomið til Evrópu sem og önnur trúarbrögð og Gyðingahatur er vaxandi. Fjölgun Islamista í Evrópu er skuggalega ör og ógnvekjandi og verða Múhameðstrúarmenn orðnir fleirri innan nokkurra áratuga ef fer sem í horfir.
mbl.is Gaddafi: Evrópubúar ættu að skipta um trú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll trú verður að deyja út; Trú þín, trú íslam og gyðingdómur... allt þetta var búið til til að sundra bræðrum og systrum; Skapa Us and Them hugsunarhátt.

Trúarbrögð geta ekki lifað af í nútíma og framtíðarsamfélögum þekkingar og vísinda.. það verður aldrei jafnrétti eða mannréttindi svo lengi sem trúarbrögð eru til staðar.
Trúrbrögð eru stríðstól... það liggur ljóst fyrir

DoctorE (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:54

2 identicon

Trúarbrögð spila jafn miklum hluta í stríðum og vopn, lygar og meinyrði. Það fer allt eftir manninum sem notfærir sér tólin.. Hvaða maður sem er getur verið trúaður en þó ekki öfgatrúamaður, það er stór munur á "mainstream" sýn á trúarbrögðum og hvað trúarbrögð standa fyrir í raun, við erum bara of blind og þrjósk til þess að sjá muninn.

Þar að auki er sú trú að vísindi standi ein í sínum flokki sem raunhyggja er fáránlegt. Trúarbrögð gætu allt eins verið túlkun á vísindalegu en þó andlegu afli sem er ofar okkar þekkingu. Það er vel hægt að sameina báðar hliðar en þó ekki ef að þú neitar að trúa hinni hliðinni. Báðar hliðar verða að viðhaldast til þess að langlífi geti verið náð, ef ekki þá munum við, rétt eins og margar aðrar tilraunin, aldrei ná þeirri stöðu í alheiminum sem þær lífverur sem sköpuðu okkur komust og eru á.

Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Trúin deyr aldrei þar sem Guð ER að eilífu. Þeir sem hafa reynt hvað harðast að útrýma t.d. kristinni trú sáu margir að ógn dauðans dugði ekki til þar sem dauðinn er ávinnungur hins Kristna manns. Sumir þeirra voru brenndir á báli, sagaðir í sundur osfrv.... Þegar þeir urðu vitni að trúarstaðfestu og sáu dýrðina yfir kristnu píslarvottunum sem í bálinu brunnu, sannfærðust þeir tóku trú og dóu með píslarvottunum.

Hins vegar eru trúarbrögð annar kapítuli. Þessu tvennu skyldi ekki rugla saman.

Óskar Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 09:38

4 identicon

Mikið rétt Óskar minn.

Held að það sé ekki hægt að vera trúlaus þar sem fólk mun alltaf trúa á eitthvað ef ekki Drottinn Jesú Krist þá sjálfan sig eða eitthvað af þessum "trúarbrögðum" Svo gefur manni ekkert eins mikila von og að hafa trú. Ég veit að fyrir mig þá myndi ég aldrei vilja vera án þess að trúa á Jesú, og eins og þessi texti segir svo vel.

I'm a prisoner of hope,
bound by my faith, chained to your love,
locked up in Grace, I'm free to leave, but I'll never go,
I'm wonderfully, willingly, freely a prisoner of hope

Soffía (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:16

5 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Nákvæmlega!! Ég bandinginn vegna DROTTINs.

Óskar Sigurðsson, 1.9.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ein spurning til þín Óskar:

Trúir þú hverju orði, hverju boðorði sem stendur í Biblíunni hvort sem það stendur í Gamla- eða Nýja testamenntinu?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 17:10

7 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Sæll Sigurður.

Ég trúi sérhverju Orði sem framgengur af munni Guðs og að Biblían er Heilagt innblásið Orð Guðs.

Vona að ég hafi skilið rétt og getað svarað spurningu þinni. 

Óskar Sigurðsson, 3.9.2010 kl. 11:04

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Boðorðin segja að maður skuli ekki ágirnast neitt sem náungi eða nágranni á svo sem konu hans (konan gæti hafa átt nágranna sem hún girntist en greinilega ekki gert ráðfyrir því) en þar er einnig fyrirskipað að ágirnast ekki þræl eða ambátt nágranannans.

Er þá samkvæmt biblíunni guði þóknanlegt að taka aðrar mannlegar verur sem þræla eða ambáttir?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 01:24

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

II. Tímóteusarbréf 14. 15. 16.

Minn á þetta, særandi þá fyrir augliti drottins, að eiga ekki í orðastælum til einskis gagns, áheyrendum til falls. Legg kapp á að sýna sjálfan þig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf að skammast sín, sem fer rétt með orð sannleikans. En forðast hinar vanheilögu hégómaræður, því að þeim skilar lengra áfram í guðleysi.

Ég held að þessi sannindi úr hinni helgu bók segji allt sem segja þarf. Til hvers þurfum við Óskar að vera að rífast við annað fólk um trúmál, þegar við vitum að það skilar ekki því að viðkomandi styrkist í kristinni trú heldur þveröfugt.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.9.2010 kl. 15:43

10 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Enn og aftur Simmi þakka þér fyrir.

Að svara spurningum getur ekki talist þjark og þras og að blogga er mér frjálst og með því reyna í að halda á lofti ljósi Sannleikans á meðal gjörspilltrar og rangsnúinnar kynslóðar, í von um að einhver einlæg sála sem leitar Sannleikans vilji heyra.

Í gegnum aldir hafa slíkir boðberar aldrei verið á vinsældarlista almennings. Ef engin talar mun enginn heyra.

Óskar Sigurðsson, 4.9.2010 kl. 17:06

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar, ég var ekki að segja að þú ættir að hætta að blogga síður en svo ég var bara að segja mína skoðun á þvi þegar fólk er að tæta niður einlæga trú manna þó hún fari ekki alveg saman við þeirra túlkun á Biblíu okkar, og þú veist að margir hafa lúmskt gaman af því að þrasa um þessa hluti. Ég veit að þú ert trúaður maður Óskar og hefur sýnt það í verki, það sannar best fyrir mér að þú ert kristinn og þannig er held ég best að breiða út kristna trú, þess vegna setti ég þetta hérna fyrir ofan. Mér finnst þú stundum svolítið dómharður eins og þú bloggar t.d. um vin minn Bjarna Karlsson sem að mínu mati er eilægur trúmaður, og mér þikir vænt um frá því hann var prestur í Eyjum..

Kær kveðja og hafðu það alltaf sem best     

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.9.2010 kl. 18:02

12 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Sæll Sigurður Grétar. Góð og vitur spurning.

Hér er ekki verið að tala um eiginlegt " þrælahald " eins og nútíma túlkun kennir. Enda voru Ísraelsmenn sjálfir slíkir þrælar í Egyptalandi en Guð frelsaði þá frá 400 ára þrældómi Egypta. Svo slíkt þrælahald og mismunun er ekki Guði þóknalegt. Þetta var þó til staðar í þá daga. Hér er verið að vísa til á girndar mannsins. 

Orðið " þræll" sem þú vísar til er í ensku manservant KJV.1611. Í hebreska frumtextanum ebed eða aw-bad sem merkir þjónn eða vinnumaður, tilbiðjandi osfrv.... Þessir aw-bad þjónar voru keypt eign húsbænda sinna því skildi engin girnast eigur þess sem annar átti.

Þetta var Guðs fyrirhugun að fyrir öllum væri séð, það sama gilti um útlendinginn, munaðarleysingjan og ekkjuna. Ströng fyrirmæli voru einnig í lögum Guðs um að beyta slíkt fólk ekki ofbeld, misrétti eða þessháttar, öllu fremur áttu að elska náungann eins og sjálfan sig og það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra sem er uppfylling lögmálsins..

Hér er Guð að eggja sitt fólk á að fara ekki í manngreinarálit þegar kemur að Hvíldardagshelginni heldur nái hún jafnt yfir alla, allir eigi rétt til hvíldar og tilbeiðslu til Guðs.  

Páll Postuli notar sama orð aw-bad um sjálfan sig " ég bandinginn = "aw-bad" vegna DROTTINs " Hann var keyptur með blóði Jesú Krists og "fangelsaður" inní vilja Guðs til þjónustu við fagnaðarerindi Guðs.

Enginn getur þjónað tveimur herrum:) Hvers eign erum við?

Vona að ég hafi svarað a.m.k. einhverju.

Óskar Sigurðsson, 4.9.2010 kl. 18:11

13 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Sæll Simmi. Þakka þér fyrir hvatninguna.

Bið að heilsa minni góðu frænku.

Kær kveðja úr Eyjum

Óskar Sigurðsson, 5.9.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 25733

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband