Mannréttindi vs Trúboð.

Hvar annarstaðar á Íslandi en í Reykjavík er slíkt. Rvk. sem er orðin miðstöð guðleysis á Íslandi í nafni mannrétinda. Hvaða mannréttindi eru það að banna trúboð. Er mönnum ekki frjálst að tjá trú sína lengur? Hefur það einhvern skaðað að læra um boðskap Kristinnar trúar? Nei öllu heldur hefur það verið lykillinn að þeirri blessun sem þjóðin hefur notið. En í raun skiptir þetta engu máli því trúareldinn verður ekki hægt að slökkva af mannréttindaráði. Hvað svo ef blessuð börnin tala um Guð í skólanum? Verða þau fyrir einelti borgarstjórnar?
mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Nú sýnist mér þú vera trúaður maður náungi sem er vonandi þitt frjálsa val í grunninn, en um það efast ég. En er það virkilega svo að þú, sem heilagur stríðsmaður Drottins, treystir þér ekki til þess að boða börnum þínum trú (eins óréttlátt og það er í raun gagnvart þeim) og þurfir því á skólanum að halda til þess arna? Hvað veldur því að þú stundar ekki virkt trúboð heima hjá þér? Tímaleysi? Leti? Þekkingarskortur? Áhugaleysi?

Þetta framtak Reykjavíkurborgar er hið besta mál og gengur í raun ekki nógu langt. Mikill meirihluti fólks er afar sáttur við þessa ráðstöfun og mér sýnist helst að þeir sem undan kvarta sé fólk sem nenni ekki sjálft að þusa um trú yfir börnunum sínum.

Óli Jón, 5.10.2011 kl. 10:10

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Óskar,

myndi ÞÚ vera sáttur ef fulltrúar frá Siðmennt og Vantrú fengju reglulega að mæta í skólastofu ÞINNA barna og predika yfir þeim SÍNA lífsskoðun?

Er þín lífsskoðun rétthærri en mín?

Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 10:39

3 identicon

Óli Jón, hvaða "mikill meirihluti" ertu að tala um.  Þú ert og þínir skoðanbræður og einhverjar systur eru í sífellu að tala um mikin meirihluta.  Ég veit ekki betur og skynja ekki betur en að fjöldi fólks hefur lýst óánægju með þessa ráðstöfun.  Allavega þeir sem hafa lagt sig fram við að kynna sér málin eins og þau eru.  Það er verið að tala um trúboð í skólum í sífellu.  Það er að bera í bakkafullan lækinn að segja það enn og aftur að starf kirkjunnar hefur ekki verið í skólum nema utan skólatíma þar sem það verður viðkomið einfaldlega vegna þess að við erum að koma til móts við þann fjölda sem vilja leyfa börnum sínum að sækja kirkjulegt starf.  Í nafni mannréttinda er það bannað.  Ég get ekki séð hvað mannréttindi eiga þarna við nema þau að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt um sín eigin mál.

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Tómas

Þór. Mikill meirihluti t.d. þeirra sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju - sem felur t.d. í sér aðskilnað skóla og kirkju. Meirihluti hefur viljað það síðustu 18 ár... http://adskilnadur.is/astaedur

Tómas, 5.10.2011 kl. 11:48

5 identicon

Skari verður þá að sætta sig við að börn hans fái trúboða frá íslam í heimsókn í skólann.

Kæru börn leyfið okkur að segja ykkur frá hinum frábæra Mumma; Mummi er besti vinur Allah, Allah er master of the universe; Allir sem leggjast ekki undir íslam og Allah verða brenndir í helvíti; En Allah og Mummi elska ykkur rosalega mikið; Komið og kynnið ykkur galdrabókina okkar; Komið eftir skóla í moskuna okkar krakkar mínir.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 12:29

6 Smámynd: Óli Jón

Þór: Hvernig er fólki meinað að leyfa börnum sínum að stunda kirkjulegt starf? Svarið er að það er ekki gert á nokkurn hátt! Trúaðir, og þá mest ríkiskristnir, virðast bara ekki nenna þessu sjálfir og vilja því bara að skólinn sjái um þetta. Það er engum bannað að fara til Gideon og ná í Nýja testamentið, en samt virðist enginn gera það og trúuð letiblóð kjósa að þetta sé borið í börnin í skólum. Það er engum bannað að fara með börn í sunnudagaskóla, en trúuðu letiblóðin vilja að skólinn sjái um það í staðinn.

Ætli Jesús væri sáttur við jarmið í sauðum sínum núna? Ég held ekki :)

Leggst kristni af hérlendis ef hún er ekki innsett í leik- og grunnskólabörn? Já, ég vil meina það, en vonandi ert þú á annarri skoðun og hefur meiri trú á þinni trú en ég!

Óli Jón, 5.10.2011 kl. 13:55

7 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

DoctorE hitti naglann á höfuðið  :)

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.10.2011 kl. 14:00

8 identicon

Þetta snýst allt um köllun. Hvort sem kristin trú er boðuð, kennd, hunsuð eða
fordæmd þá hefur Guð sett í hjarta hvers manns þann neista sem þarf til að
kveikja trú, þá og þegar Jesús Kristur kallar með því að blása Heilögum Anda á
þann neista. Það er mikilvægt að hver og einn hafi svigrúm og frelsi til að
svara þeirri köllun og ávinna eilíft líf.

Svokallað mannréttindaráð vinnur að því hörðum höndum að þrengja þetta svigrúm.
Það getur aldrei verið til blessunar að slökkva þann neista sem þarf að kvikna
til að lifa áfram eftir þessa jarðvist. Það vita allir kristnir einstaklingar
og þess vegna lítum við þetta svo alvarlegum augum og mótmælum þessum
gjörningi.

Birna Ó. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:02

9 Smámynd: Egill

uh .... birna .. æ ég nenni ekki, er of orðlaus. :(

Egill, 5.10.2011 kl. 16:43

10 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Óli Jón. Ég þarf nú ekki að standa reiknisskil við þig varðandi trú-fræðslu á mínu heimili. En mín börn hafa verið um hana frædd og eru betur að sér í Ritnigunum en margur maðurinn. Þau hafa fengið frjálst val að hafna hinu illa og velja hið góða. Kristni sem þjóðtrú hlýtur að eiga erindi inní menntastofnanir, sem standa í þakkarskuld við Kristna kirkju sem lagði grunninn að menntun á Íslandi. Kjósum um þetta og sjáum hvar meiihlutinn liggur. Ég fer með börnin í kirkju, en vil þó ekki aftra prestinum að koma inní skólan og segja þeim frá boðskapi Heilagrar Ritningar. Ég tel að hann sé heilnæmur og gott veganesti fyrir börn sem fullorðna.

Skeggi. Sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af siðmennt og vantrú hér grunnskóla Vestmannaeyja. Slíkir hópar þrífast ekki hér ennþá, svo er nú Guði fyrir að þakka.

Óskar Sigurðsson, 5.10.2011 kl. 17:04

11 identicon

Það er ekkert smá óhugnalegt að sjá hversu margir lifa í blekkingu, og verja það fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að hafa engar sannanir fyrir því.

Hugsið ykkur, ef að fólki yrði ekki kennt um trú fyrr en það verður 18 ára þá myndi enginn trúa þessu þvaðri, en þar sem þessu er troðið ofan í börnin þegar þau eru sem trúgjörnust þá munu þau að sjálfsögðu apa eftir fullorðnum.
Það er þess vegna sem fólk er svona á móti þessu. Það vill bara að ÞEIRRA trú sé troðið inn í hausana á krökkunum og að það verði að gerast áður en krakkarnir hætta að trúa á ævintýri.

Arnar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:25

12 identicon

Af hverju banna þeir ekki þessa helgileiki fyrir jólin? Hvað rugl er að halda því eftir?

Jónas (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:27

13 identicon

Þetta er einfalt; í skjóli kristnifræðslu er stundaður heilaþvottur í skólum landsins. Auðvitað þarf að stöðva það!

Björn (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 18:03

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Óskar segir:

Skeggi. Sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af siðmennt og vantrú hér grunnskóla Vestmannaeyja. Slíkir hópar þrífast ekki hér ennþá, svo er nú Guði fyrir að þakka.

Nei þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Siðmennt eða Vantrú. En ég þarf að hafa áhyggjur af Þjóðkirkjunni. Prestar hennar hafa troðið sér inn í leiksóla þar sem þeir boða trú til 2-4 ára gamalla barna. En þú sérð væntanlega ekkert athugunarvert við það. Þér er fyrirmunað að setja þig í spor annarra sem deila ekki þinni heimsmynd.

Það er það mest óþolandi við strangtrúaða kristna einstaklinga, þessi fullvissa þeirra - sem er beinlínis innbyggð í trúnna - að þeirra heimsmynd sé hin eina rétta og að þeir sem trúi ekki á Guð séu glataðar sálir.

Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 22:40

15 identicon

Ég tel að kristni verði fyrst af trúarbrögðum Abrahams til að deyja út; múslímar/gyðingar hanga eitthvað meira á þessu.

Eitt samt; Fólk í kína er með þær ranghugmyndir að vestrænum mönnum þyki kristni kúl, sem er náttúrulega fjarstæða; Þannig að þessar ranghugmyndir í kína gætu viðhaldið kristni í einhvern tíma.

Bottom læn er samt það að trúarbrögð geta ekki lifað mikið lengur; Innan 100, jafnvel 50 ára þá munu aðeins þr0ngir hópar af furðufuglum halda í trúarbrögð

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 11:18

16 Smámynd: ThoR-E

Þór: "skynja ekki betur en að fjöldi fólks hefur lýst óánægju með þessa ráðstöfun. Allavega þeir sem hafa lagt sig fram við að kynna sér málin eins og þau eru."

Kynna sér málin? Góður þessi. Annarhver aðili sem gagnrýnir þetta er að tala um að kristinfræði sé núna bönnuð í skólum....

ThoR-E, 8.10.2011 kl. 09:27

17 Smámynd: Óli Jón

Óskar: Þú segir:

Sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur af siðmennt og vantrú hér grunnskóla Vestmannaeyja. Slíkir hópar þrífast ekki hér ennþá, svo er nú Guði fyrir að þakka.

Heldur Guð sem sagt verndarhendi yfir Vestmannaeyjum á meðan borgin brennur? Þið hljótið bersýnilega að vera honum velþóknanlegri en lýðurinn í höfuðstaðnum. :) En kannski er smæð Vestmannaeyja það sem almáttug vera ræður við á meðan stærð Reykjavíkur er henni ofviða eða hver er skýringin að þínu mati?

Eru Vestmanneyingar kannski bara Guðs útvaldir?

Óli Jón, 11.10.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 25753

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband