Auglýsing illskunnar

Afskaplega ljót og ósmekkleg er auglýsing Páls Óskars, en þar auglýsir hann sína óheillasömu Hrekkjavökuhátíð. Því miður er sá vondi siður að festa rætur sínar í íslensku samfélagi að halda þessa hátíð myrkurs og ófriðar hátíðlega. Eflaust margir telja þessa hátíð harmlaust gaman, en svo er nú ekki. Saga hrekkjavökunnar er vægast sagt ógeðfelld. Mannfórnir og meyja nauðganir, galdranornir og uppvakningar og samfélag illra anda er meðal þess hryllings sem hátíðin er byggð á. Dýrkun á sköpunununni í stað Skaparans Eina. Rótin er vond og þá er og líka tréð vont og ber ekki góðan ávöxt. Ekkert fallegt er við þessa hátíð, ljótleikin og verk myrkursins eru hafin upp til hæða og illskan lofuð. Þessu gerir " diskódrottnigin og barmastjarnan góðan róm. Honum hefur löngum tekist að ganga fram af fólki með öfuguggahætti á annari svo mjög ósiðlegri hátíð og nú bætir hann gráu ofan á svart með Hrekkjavökunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturu bent mér á hvar þú last að "Mannfórnir og meyja nauðganir, galdranornir og uppvakningar og samfélag illra anda" væri hlut af sögu hrekkjavöku?

Það er nefnilega ekkert um það það sem ég hef lesið um hrekkjavöku.

http://www.history.com/topics/halloween

http://en.wikipedia.org/wiki/Halloween

Og svo "Mannfórnir og meyja nauðganir, galdranornir og uppvakningar", er þetta ekki allt í biblíunni?

Stefán Sverrir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 00:43

2 identicon

Ég hef aldrei lesið aðra eins þvælu. Mér sýnist þetta blogg aðallega ganga út á að básúna fáfræði og vænisýki.

Velitatio (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 09:57

3 Smámynd: Arnar

Þetta er nú eiginlega svoldið fyndið, komandi frá manni sem; trúir á guð sem fórnaði sínum eigin syni (mannfórnir), trúir á upprisu holdsins (uppvakninga), tilbiður Jesú á krossinum (pyntingar) og bíður spenntur eftir endurkomunni (heimsendir, hryllingur, manndráp).

Arnar, 28.10.2011 kl. 10:32

4 Smámynd: Odie

Þetta gerist nú ekki kristilegra.  Uppvakningar , Nornir  og dráp finnur þú víða Biblíunni.

Og Hrekkjavaka er bara að gera létt grín af þessu.  

Sem útskýrir kannski betur hvað þú hefur á móti þessu öllu.

Odie, 28.10.2011 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 25755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband