Sigra skaltu illt með góðu

Uppreisn, ofsi og óstjórn getur ekki af sér frið og sátt. Ekki ætla ég að verja Rússneska réttarkerfið en var við öðru að búast? Stúlkurnar hefðu átt að vita hvað þær voru að kalla yfir sig. Hér á Íslandi og víðar rísa upp stjórnleysingjar, listamenn og samtök til að lýsa yfir stuðningi við svo kallað "tjáningarfrelsi" og mannréttindi. Fólk sem spillti æsku síns tíma sem fyrirmynd hennar. Þetta fólk lætur sér fátt um mannréttindi finnast, nema þegar það hentar þeirra lísskoðunum og viðhorfum. Um hvað er þá baráttan? Að tjá sig með því að ráðast inná staði sem eru öðrum er kærir og helgir með truflun og ofsa og gera lítið úr trú og siðum annarra, hlýtur að teljast til óheilbrigðrar tjáningar. Þetta mannréttinda spjall nær ekki lengra en nefið á flestum. Að ná fram réttindum með því að brjóta gegn öðrum og hugsa eingöngu um eigin hagsmuni, getur aldrei borið góðan ávöxt. Árangur næst með því að tileinka sér það sem Heilög Ritning kennir " það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra."


mbl.is Pussy Riot sakfelldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sama lið og dýrafriðunrsinnar. Brjóta gegn öðrum, eyðileggja og valda sem mestu tjóni og hafa ekki IQ til að hugsa rökrétt og sjá afleiðingarnar.

"Já" sagði gamli innbrotsþjófurinn, þegar hann kom heim og búið var að hreinsa íbúðina af verðmætum "Þar kom vel á vondann, ég get vist lítið sagt".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 16:51

2 Smámynd: Linda

Menn þurfa að kynna sér mál þeirra aðeins betur, þessar ungu konur eru með mikinn skilning á því sem er í gangi í sínu þjóðfélagi, sem trúuð já trúuð persóna sem játar Krist sem frelsara sinn og skammast sín ekki fyrir það, þá sé ég það sem þær sjá. Framtíð okkar allra er í húfi, ekki sýst þeirra sem teljast ekki undir náð hinnar pólitísku rétthugsunar stefnu samfélagsins í heild út um heim allan. Ég mæli með að þið lesið þeirra orð og skrifið síðan eitthvað af viti.

http://nplusonemag.com/pussy-riot-closing-statements

Linda, 17.8.2012 kl. 17:28

3 identicon

Pútín og klerkarnir myndu vilja fá þig með sér Óskar. Þetta voru réttmæt mótmæli, að auki var söngur þeirra á trúarlegum nótum ásamt því að mótmæla Pútín og spillingu innan kirkjunnar...

En hey.. þér er sama, enda tilbiður þú guð sem ætlar að pynta næstum allar manneskjur sem hafa fæðst.. að eilífu, alveg eins og einræðisherrar hér á jörðu. Það eru góðar líkur á að guðinn hafi einmitt átt sér mannlega fyrirmmynd, alveg eins og Dear Leader og aðrir sem eru nú í guðatölu

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 17:49

4 identicon

>Hér á Íslandi og víðar rísa upp stjórnleysingjar, listamenn og samtök til að lýsa yfir stuðningi við svo kallað "tjáningarfrelsi" og mannréttindi.

Ertu að gefa í skyn að við stjórnleysingjarnir og listamennirnir styðjum ekki "tjáningarfrelsi? Það er nefnilega í gæsalöppum.

> Þetta fólk lætur sér fátt um mannréttindi finnast, nema þegar það hentar þeirra lísskoðunum og viðhorfum.

Gott að þú ert ekki að alhæfa neitt.

>Að tjá sig með því að ráðast inná staði sem eru öðrum er kærir og helgir með truflun og ofsa og gera lítið úr trú og siðum annarra, hlýtur að teljast til óheilbrigðrar tjáningar.

Engi eru mér heilög. Að syngja lög þar særir blygðunarkennd mína og gerir lítið úr siðum mínum og trú. Í fangelsi með þá sem syngja á engjum!

> Að ná fram réttindum með því að brjóta gegn öðrum og hugsa eingöngu um eigin hagsmuni, getur aldrei borið góðan ávöxt.

Það er ekki að brjóta á öðrum að móðga þá. Það er bara fólk að tjá sig og aðrir að væla.

> Árangur næst með því að tileinka sér það sem Heilög Ritning kennir " það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra."

Ég hélt að heilaga ritningin væri að færa drottninum blóðfórnir og fara í stríð við hina vantrúuðu. O jæja.

Halldór L. (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 20:10

5 identicon

Hefurðu heyrt um þrælastríðið? Mæli með því að þú lesir "On Liberty" eftir John Stuart Mill, kafla 2. Hér: http://www.bartleby.com/130/2.html

Vonandi er það þér mikil fróun að réttlætinu hafi - að þínu mati - verið fylgt vel eftir: Fangelsi. Í tvö ár. Það eru sjöhundruðogþrjátíu dagar.

Þú ert geðveikt fínn gaur.

Jóhann Björn Birkisson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 21:21

6 identicon

Mér segir svo hugur að þær hafa nú þegar tekið út sína refsingu.  Að sitja í gæsluvarðhald í 5 mánuði er feyki nóg. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 21:42

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjórnleysingjar og listafólk ?...........Hjáálp

hilmar jónsson, 17.8.2012 kl. 22:38

8 identicon

Passar "Sigra skaltu ill með góðu" við kristinn mann Óskar?  Hvernig er formúlan í trú þinni; kjósið Jesú(pútín) eða brennið að eilífu(gúlag); Það er slóganið í kristni.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 13:34

9 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Jæja er hægt að misskilja meira eða taka úr samhengi?

Sagðist EKKI vera að verja Rússneskt réttarkerfi, fjarri fer því, og heldu ekki rétttrúnaðarkirkjuna. Er þeim ósammála. Að sigra illt með góðu átti ég al eins við Pútín sem og Pussy. Fyrirgefning, þýðir ekki að lögum sé fylgt..

Sagðist aldrei vera ósammála því sem þær mótmàltu heldu hvernig.

Er listamaður sjálfur...

H.T. Bjarnas. Sammála

Halldór. Alls ekki að gefa í skyn. EInkennilegt að halda að með móðgunum og fyrirlitningu á trú og sannfæringu annarra megi ná árangri til réttlætis og firðar, svo aðrir væla.

dr.e. Fólk velur sér eilífðan dvalarstað. Ekki Guð. Guð VILL að ALLIR menn komist til iðrunnar og þekkingar á Sannleikanum, þar með þú talin.

Ég og Pútín eigum enga samleið.:)

Óskar Sigurðsson, 19.8.2012 kl. 19:00

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Athyglisverð umræða nafni og eiginlega skemmtileg þó málefnið sé leiðinlegt. Austantjaldsfólk hugsar öðruvísi enn við. Það er ekki hægt að verja þessa hegðun krakkanna, enn að refsa með þessum hætti verður hroðaleg þegar lúmskustu glæpamenn heims fara með völd eins og Pútin.

Það fer illa þegar gjörspillt fólk fer að segja öðrum fyrir verkum og refsa fyrir svona vitleysu eins og atvikið í kirkjunni. Fyrir mér mætti nota kirkjur í eitthvað allt annað enn til að heilaþvo fólk. Það má ekki hampa þessu leikriti lengur sem trúarbrögð heims eru. Kirkjan heimtar virðingu gagnvart sér, enn getur sjálf ekki stafað orðið svo það skiljist.

Sjálfsagt hefur valdaklíka kirkjunar verið með í að skapa fordæmi til að halda einskisnýtum og valdagráðugum völdum sínum. Ef ráðamenn íslendinga væru í lagi, sem þeir eru ekki enn, myndi þeir aðskilja kiirkju og Ríki, hætta milljarðaaustri i hugmyndafræði sem afar fáir vilja raunverulega og skattleggja þessastarfsemi eins og áhugamannafélög.

Trúarbrögð eru rót alls ills, skapa illindi, stríð, öfundsýki, græðgi og valdasýki. Það þarf að stoppa þetta og aðferðin til að mótmæla sem krakkarnir notuðu var röng.

Óskar Arnórsson, 31.8.2012 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 25744

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband