Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2010 | 21:55
Seigla í stelpum
Þessar þrjár stelpur sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sýndu mikla seiglu og samkennd er þær tókust á við að lesa Biblíuna til fjáröflunnar fyrir þá sem minna mega sín. Textinn sem þær völdu var af bestu gerð. Mér finnst það til fyrirmyndar og eftirbreytni og þakka Guði fyrir svona framlag. Þetta er það hugarfar og sá andi sem Ísland þarf. Ég tel að það hefði orðið betra hlutskipti fyrir okkur ef leikararnir sem lásu rannsóknaskýrslu Alþingis í nokkra sólahringa, hefðu lesið úr Heilagari Ritningu fyrir þjóðina. Þannig byrjuðu Ísrealsmenn endureisn þjóðfélagsins eftir herleiðinguna til Babýlon.
" Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálmur 119:105 "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 18:26
Vansæmileg Vinstristjórn
Ég mun án nokkurs vafa segja NEI við ICESAVE lögunum á laugardag. Okkur stendur stuggur af fréttum sem greina frá því að börn víða um heim séu hneppt í þrældóm, vændi og aðra ánauð sökum siðlausra stjórnanda og vansæmilegs ávinnings. Við viljum ekki taka þá áhættu að sagan fari þeim orðum um okkur að við höfum selt komandi kynslóðir í þrældóm með því að segja já, fyrir skammvinna lausn. Hvers vegna er fólk sem vill að börnin okkar borgi skuldir nokkurra sjálfbirginga? Ef skipið sekkur þá björgum börnunum og deyjum með sæmd...Stöndum upp fyrir það sem er rétt og satt, göfugt og gott afspurnar, segjum NEI!!! GUÐ BLESSI ÍSLAND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 19:08
Hver á skilið að lifa?
Hörmuleg tíðindi um fóstureyðingar halda áfram að heyrast í landi voru. Þykir það eðlilegt og siðlegt að eyða þeim einstaklingi í móðurkviði af því hann er " ekki eins og við hin? " Hver segir að þeir sem framkvæma og samþykkja slíka skelfingu sem fóstureyðing er séu up en ekki down? Er það réttlætanlegt að þeir sem eru öðruvísi en flestir skulu líflátnir strax í móðurkviði til að valda okkur hinum ekki truflun? Hver gefur manninum rétt til að taka líf annars af því hann er öðruvísi? " ÞÚ SKALT EKKI MORÐ FREMJA " Hve mörg okkar hafa ekki reynst foreldrum okkar skapraun? Hve mörg okkar hafa ekki aðra veikleika og takmarkanir sem við óskuðum að væru ekki til staðar? Er það þá réttlætanlegt að losa okkur við þau svo við getum haldi áfram okkar lífi? Hafa ekki allir rétt til lífsins eða? Ég segi NEI við fjöldamorðum og ofbeldi á minnihlutahópum vegna "veikleika" þeirra, elskum þau, styðjum og hlúum að þeim við þörfnumst þeirra og þau okkar. Ég geri mér grein fyrir því að eiga börn með downs einkenni er ekki alltaf auðvelt, þar sem innan fjölskyldunnar er einn slíkur einstaklingur, en hversu mikla blessun hefur það barn ekki fært okkur sem að því standa og í raun þroskað okkur hin gríðalega mikið. Það er í raun ótrulegt að á Íslandi í dag séu svona hræðilegir hlutir sem fóstureyðingar eru að eiga sér stað, miðað við alla þá baráttu gegn einelti, ofbeldi og annari vá sem steðjar að mannfólkinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 18:27
Trúfrelsið og Trúin
Merkilegt hvað þeir sem trúa því að þeir séu "trúfrjálsir" hafa mikila trú á þeim sem trúa. Allavega fara þeir mikinn í að reyna sannfæra þá sem trúa um að trú sé vitlaus og óþörf og trúa því að þeir geti snúið trúuðum frá sinni trú til þeirrar trúar að ekki sé trú. Heilög Ritning segir í Hebreabréfinu " Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá " Þannig hljóta þeir sem telja sig trúfrjálsa, samkvæmt þessu versi, að vera fullvissir og sannfærðir í því sem þeir " trúa " segja og boða og þar með orðnir trúaðir, þ.e.a.s. ef þeir eru þá sannfærðir eftir allt í trú sinni. Allavega getur engin talið annan af þeirri sannfæringu og reynslu sem hann hefur orðið fyrir, nema þá að viðkomandi ljúgi að sjálfum sér og öðrum. Ég persónulega er þess alveg fullviss að hvorki dauði, líf, englar, tignir,, yfirstandandi, ókomið, kraftar, hæð, dýpt, né nokkuð annað skapað geti gert mig viðskila við Kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. Því trúi ég, vegna þess að það hef ég reynt og orðið vitni að og þetta hnoss verður ekki frá mér tekið. Því eitt er víst að þótt himinn og jörð farist, mennirnir bregðist, efnahgurinn hrynji og allt annað brestur, þá stendur aðeins eitt eftir, TRÚIN...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 01:06
Borgarahreyfingin og siðmennt
Borgarahreyfingin sem í upphafi þings hafnaði blessun Guðs frá kirkjunnarþjónum og þeirri áralöngu hefð að sækja messu við þingsetningu. Þeir töldu ekki þörf á að blanda Guði inní þingið en völdu frekar ráðgjöf siðmenntar. Þessi er svo útkoman, allt er í upplausn og óeiningu, stefnan óljós og óvissan ríkir. Þeir sem greiddu Borgarhreyfingunni atkvæði sitt hefur verið gefið langt nef Gosa og misboðið. Þetta er ávöxtur siðmenntar sem telur sig geta byggt siðferði sitt á annarlegum grunni í stað þess að byggja á Bjargi aldanna. Þeir sem hafna blessun Guðs yfir störf sín geta aldrei fundið fótum sínum farsæla braut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
10.7.2009 | 19:17
Jóga og samkynhneigð
Í grein á Mbl í gær segir að einn helsti jógafrömuður Indlands segi að samkynhneigð sé glæpur og lækna megi þennan fæðingargalla með jóga. Það verður fróðlegt að vita hvort þessi viðhorf jóga verði tekin uppá á Íslandi og byrjað verði í leikskólum landsins að eiga við þennan vanda. Iðkun á jóga hefur farið vaxandi í vesturlöndum síðustu ár og hafa hinar vestrænu " kristnu " þjóðir fallið frá hinum heilnæmu gildum Kristninnar og heldur hópað að sér kennurum sem kitla eyrun með framandi kenningum , t.d. hinduisma. Jóga þykir gott og gilt í okkar samfélagi og hefur jafnvel teygt anga sína inná á leikskóla landsins þar sem blessuð börnin eru dregin inní slíka iðkun án nokkurra athugasemda. Þeir sem hins vegar boða fagnaðarerindið um Krist þykja helst til öfgafullir, gamaldags, afturhaldsamir og óumburðarlindir. Kirkjunnar þjónar hafa verið álitnir hættulegir trúboðar sem ekki ættu að vera inní skólum landsins með trú sína. Trúin á Jesú Krist kennir manninum að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig og leiðir manninn á heillarbraut. Kristindómurinn hefur verið hornsteinn af því velferðarsamfélagi sem við búum í á meðan hindúisminn skilur manninn eftir í örbyggð, hungri, fátækt, þrældómi, sjúkdómum og samfélagslegu böli vegna helsi karma. En hvað svo ef jóga getur læknað samkynhneigð, hvað tekur við, böl hindúismans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar