Giftast, kvænast eða kúast

Ef sagan er skoðuð gæti þetta þá orðið það sem koma mun á Íslandi? Það sem eitt sinn þótti óhæfa, öfuguggaháttur og svívirðilegt saurlífi þykir í dag vera eðlilegt, og gera menn jafnvel góðan róm að slíkri breytni og sýna skömminni sóma. Munu næstu kynslóðir telja þetta eðlilegt það sem okkur nú þykir hræðilegt og óhugsandi. Guð gerði þau karl og konu að þau yrðu eitt. Ekki hneigðist Adam að dýrunum sem Guð hafði skapað, heldur konunni sem Guð gerði fyrir hann. Guð gerði ekki annan mann heldur konu, því Guð vissi hvað manninum geðjaðist, aðeins maðurinn virðist aldrei sáttur við það sem Guð færir honum.
mbl.is Neyddur til að giftast kú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm.. þykir leitt að segja þér það en guð er ekki til, frekar en jólasveinninn og páskakanínan.

Og það sem þú kallar óeðli, þar sem tvær manneskjur (þótt þær séu af sama kyni) elska hvort annað og vilja fá að gifta sig í kirkju eins og aðrir, aðrir kalla það eðlilega þróun.

Fornaldar hugsunarhátturinn og guðshræðslan er sem betur fer á undanhaldi.

Pétur Kári (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 12:07

2 identicon

Sæll Óskar gaman að sjá að þú sért að blogga!

ég held þetta sé að kúast....allavega kúgaðist ég næstum við að lesa fréttina hahaha:)

bið að heilsa :)

Bjartey (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Af hverju þykir Pétri leitt að segja mér að Guð sé ekki til? Merkilegt að þú skulir minnast á jól og páska sem eru helstu hátíðir Kristninnar. Allavega eru sveinninn og kanínan til í einhverji mynd.

Óskar Sigurðsson, 15.6.2010 kl. 15:04

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Verð að benda á að Jól og Páskar eru hátíðir eldri en kristinn trú... Kristnir tóku uppá því að nota þessar hátíðir uppá sína arma til að lokka fólk til fylgilags við trúnna... Orðið "Jól" kemur kristinni trú ekkert við þar sem Ásatrúarfólk notaði þetta orð um hátíð þá er fram fer um þann tíma er sól er lægst á lofti til að fagna því að dagur fari senn að lengjast... Eins og allir vitibornir menn ættu að vita þá var Jesú ekki fæddur í Desember...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.6.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Kaldur. Páskahátíðin kemur frá Gyðingum...Jesús sem er Kristur var gyðingur og þeir sem á Hann trúa eru þá börn Abrahams þá ekki niðjar. Jesús fagnaði páskum og var síðan sjálfur hin fullkomna páskafórn, því er þetta kristin hátíð frekar en nokkuð annað.

Rétt fæddist ekki í Desember. Jól eru heiðin og í okkar samfélagi er orðið fátt sem minnir á Drottinn um hátíðina. Hins vegar eru sumir sem kjósa að minnast þess atburðar að Orðið varð hold. Hvort fæðingu frelsarans sé fagnað í Desember eða einhvers annars mánaðar er í sjálfum sér ekki málið heldur að Hann fæddist og um það er ekki hægt að deila en því skal fagna.

Óskar Sigurðsson, 16.6.2010 kl. 14:17

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það að páskahátíðin komi frá gyðingum gerir hana ekki kristna í mínum huga. Það sem ég tel vera kristið og það sannkristið er trúin á Guð og er hann einn Guð, Kristur er ekki Guð þó að trúarjátningin byðji mann um að trúa á Jesú Krist og heilagann anda... Þar tel ég vera gert rangt gagnvart Guði sem er einn en ekki þrír...

Prestar og aðrir trúarkuklarar hafa skemt þessa trú sem ég hafði í æsku. Það er kanski þessvegna sem ég er trúlaus

Jólin hjá mér eru ekki vegna Krists, þau eru frekar í anda sólstöðuhátíðar.

Svo líkar mér best að vera kallaður Kaldi en ekki Kaldur þar sem þá er kominn allt önnur merking á viðurnefnið. Það kemur til vegna föður míns sem kallaður er Stormur...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.6.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband