Skömminni sýndur sómi

Ekki eiga íslensk stjórnvöld hrós skilið í mínum huga heldur last. Þau ættu að skammast sín. Aðrar þjóðir ættu ekki að taka þetta til fyrirmyndar heldur sem víti til varnaðar. Menn vita innst í hjarta sér að þetta er óeðlilegt, samt fremja þeir þetta og gera að auki góðan róm að slíkri breytni hjá öðrum.
mbl.is Hrósar Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort þú ert að grínast eða ekki (enginn broskarl - Poe's law), en ef svo er ekki, þá máttu hverfa aftur til miðalda.

Freyr (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 09:49

2 identicon

Hvaða voðalegt haturstal er þetta í þér væni minn? Þetta myndir þú ekki segja ef þú værir sjálfur hommi.

Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 10:09

3 identicon

Óeðlilegt??????

Mörg önnur dýr eru einnig samkynhneigð...

Hvað með þig, ef þú værir samkynhneigður, barnið þitt, vinir.... munt þú standa í vegi fyrir sjálfsögðum mannréttindum þeirra.... bara vegna þess að þú ert mótaður í að hafa svona viðhorf... viðhorf sem eru komin úr trúarritum

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hefur einhver heyrt lagið: "Sonur minn er engin hommi"...?  Trallallalaa....

Garðar Valur Hallfreðsson, 22.6.2010 kl. 11:42

5 identicon

Aha doctor E,

Mannréttindi segir þú, -hálfkjánalegt en snjallt að snúa öllu sem viðkemur samkynhneigðum -í einhverja mannréttindabaráttu. En ef að ég vil fara til arabalanda og vera í bikiní í mosku hjá þeim...-sem ég má náttlega ekki- get ég þá kallað það mannréttindabaráttu?

Þarsem þeir eru nú þegar löngu komnir með réttindi til að láta gefa sig saman (bara hjá dómara en ekki í kirkju) þá get ég ekki tekið undir að þetta sé spurning um einhver bráðnauðsynleg mannréttindi.

það eru víst einhverjir ööörfáir samkynhneigðir sem kæra sig yfirleitt um það að fá að giftast í kirkju.

Marí (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:27

6 identicon

Öllum er sjálfsagt að hafa skoðun á þessu en ég furða mig alltaf jafn mikið á því afhverju fólk getur ekki samgleðst með öðrum. Eða verið slétt sama. Það breytir akkúrat engu fyrir mig hvort samkynhneigðir fái að gifta sig, hvort sem það er í kirkju eða hjá sýslumanni. Líf mitt heldur áfram nokkuð óbreytt. En ég kýs þó að samgleðjast með þeim frekar en hitt.

 Lifið heil.

Rúnar (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Ég er ekki að grínast. Reyndar á ég góðan vin sem er hommi og ekki hata ég samkynhneigt fólk, fjarri fer því, en má þó láta skoðun mína í ljós á bloggheimum. Við erum öll breysk og höfum hneigðir sem eru ekki tilhlýðilegar samkynhneigð er bara ein af mörgum, en það þarf samt ekki að gera lög til að fá þær sammþykktar. Ekki gerði ég mun á mínum börnum þó eitt væri samkynhneigt frekar en alkóhólisti.

Óskar Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 15:28

8 identicon

Hver ert þú að ákveða það hvað er eðlilegt og hvað ekki??

 Fyrir mér er samkynhneigð eðlileg þar sem ég er samkynhneigður og gagnkynhneigð er eins fyrir mér óeðlileg þ.e. það er ekki í mínu eðli að vera gagnkynhneigður. En ég fer ekki um og segi að hún sé óeðlileg því ég veit að fyrir öðrum er hún eðlileg. Hvað er svona rangt við það að ég geti fengið að giftast mínum maka og við þannig tryggt réttindi okkar gagnvart hvor öðrum til jafns á við önnur gagnkynhneigð pör í landinu? Afhverju eigum við að búa við lakari réttarstöðu hvað þetta mál varðar?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 21:19

9 identicon

Marí: Það er líka frekar kjánalegt ef ekki heimskulegt að líkja réttindabaráttu samkynhneigðra við það að fá að fara í bikini í mosku. Þetta er tvennt ólíkt. Mannréttindi snúast um að allir sé við sama borð settir og ein lög eigi við alla.

Óskar myndirðu gera mun á börnunum þínum ef annað væri gagnkynhneigt en hitt samkynhneigt?

Frekar fáránlegt að að gera samanburð á fólki með sjúkdóm og þeim sem eru samkynhneigðir!

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:31

10 identicon

Neinei, ég var heldur ekki að líkja bikiníi í mosku við réttindabaráttu- ég var að segja að þetta atriði, að fá að giftast í kirkju- væri ekki spurning um mannréttindi að mínu mati, skilurðu, -þið megið giftast ekki satt ? áður en þessi lög komu þá máttuð þið giftast? bara ekki í kirkju? ok. það er akkurat málið.þessvegna finnst mér þreytt að þessu sé alltaf snúist uppí mannréttindabaráttu og þið sýnið einhver krókódílatár vegna þess að það er verið að "brjóta á ykkur" með þessu og hinu. Hvað næst? hvar ætlið þið næst að ráðast á og eða valta yfir? í skjóli mannréttindabaráttu?

Ert þú giftur? ef ekki, kemur þú til með að vilja gifta þig í kirkju? af presti sem jafnvel er mótfallinn því?

Marí (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 08:27

11 identicon

Marí: það er nefnilega málið, samskynhneiðgir máttu ekki giftast áður en þessi lög komu til, heldur aðeins skrá "staðfesta samvist". Þetta þýddi að áður en lögin tók/taka gildi eru mismunandi réttindi varðandi hjúskapareignir, kaupmála, erfðarétt, forsjá og umgengnisrétt barna o.fl. o.fl.

Freyr (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 09:36

12 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Haraldur ég hef ekki dómgreind né getu til að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki, einmitt þess vegna þarf ég Orð Guðs til að leiðrétta mig og fræða mig um þann veg sem mér ber að ganga. Fyrir það er ég dæmdur öfga, ofsa, hatursfullur og miðaldar moðhaus. Þetta segja þeir sem vilja manréttindi og umburðarlyndi. Greinilega ekki mikið umburðalyndi fyrir mér. 

Nei ég myndi ekki gera mun á mínum börnum.

Gagnkynhneigðir eru ekkert betri en samkynhneigðir. T.d. stunda margir gagnkynhneigðir samlíf fyrir hjónaband, framhjáhald osfrv. Allt þetta er fordæmt í Heilagri Ritningu. Ekki ber okkur að gera lög til að samþykkja slíkt vegna þess að fólk hefur hvatir sem það ræður ekki við. Hvað þá kvænast eða giftast fleirri en einum maka. Slílkt myndi ekki hafa gott í för með sér. Samfélagið mótast eftir hvað er leyft...

Óskar Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 09:47

13 identicon

Marí : Nei ég er ekki giftur enda get ég ekki gift mig fyrr en 27 júní þegar lögin öðlast gildi og nei ég færi ekki til prest sem væri mótfallinn því að gefa samkynhneigða saman mér dytti það ekki til hugar!! Eru þetta einu rök þeirra sem eru á móti einum hjúskaparlögum að samkynhneigðir myndu neyða alla presta til að gifta sig?? Nei ég efa það stórlega. Ju þú varst að líkja því að fara í bikiní í mosku við réttindabaráttu samkynhneigðra. Erum við að ráðast á einhvern?? ef svo er á hvern og hvern erum við að valta yfir?? Er óeðlilegt að mér að krefjast sömu réttinda sem aðrir hafa? Afhverju á ég ekki að geta gift mig ef mér langar til þess? Er ég þá að valtra eitthvað yfir þinn rétt? Minnkar þinn réttur eitthvað?

Óskar þú talar um að hafa ekki dómgreind né getu til að segja hvað er eðlilegt og hvað ekki og þess vegna snýrðu þer til Orðs Guðs. Þú talar um skömm,ósóma og  óeðli en á sama tíma segirðu að þú eigir vin sem er samkynhneigður og þú myndir ekki gera mun á börnum þínum..... Samt væri annað barnið þitt þér til skammar, óeðlilegt. Ekki myndi ég vilja eiga pabba né vin sem hugsaði svoleiðis til mín. Þú afsakar þó ég hafi ekki mikla samúð með málsstað þínum og það að þú skulir vera dæmdur öfga, öfsa, hatursfullur og miðaldar moðhaus því jú þú velur þér að hafa þínar skoðanir. Ég hef ekkert val um það hvort ég hafi verið samkynhneigður eða gagnkynhneigður rétt eins og þú valdir ekki að vera gagnkynhneigður.

Sá sem dæmir lítinn hóp manna útfrá kynhneigð þeirra og vill jafnvel neita þeim um sjálfsögð mannréttindi, hann er fordómafullur. Sá sem dæmir fyrirfram hann er með fordóma. Sá sem heldur fast í bók sem er skrifuð fyrir meir en 1000 árum, hann er öfga- og jafnvel ofsatrúarmaður. Ég veit ekki með hatursfullur en það held ég ekki. Miðalda ja sá sem aðhyllist hugsun miðalda hlýtur að vera miðalda moðhaus.

Á eitthvað af þessu við þig?

 Ég dæmi þig ekkert, einungis skoðanir þínar og þær tel ég bera vott um fordóma,öfga,ofsa og jafnvel miðalda hugsunarhátt og eru þessir eiginleikar í fólki ekki mér að skapi en fólki er frjálst að hafa sínar skoðanir en sem betur fer er meirihluti fólks á öðrumáli og stuðningur við þína skoðanabræður fer þverrandi með hverju árinu sem lýður.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband