26.6.2010 | 13:14
Ekki frí kirkja
Regnboginn er tákn sáttmála Guðs, eftir að Guð hafði dæmt jörðina sem var gjörspillt og hafði gerst fráhverf Skaparanum. Ekki hlýddu menn á boðskap hins réttláta Nóa sem varaði við flóðinu, heldur héldu áfram í syndum sínum í stað þess að játa þær. Kirkjan er ekki staður til að halda regnboganum hátíð né himintunglum heldur hátíð þeim er skapaði þau. Nú koma samtökin '78saman í Fríkirkjunni ekki til að fagna réttlæti Jesú Krists heldur eigin sjálfs-réttlætingar baráttu. Ekki til að gleðjast yfir fyrirgefningu syndanna heldur samþykki syndanna. En þó svo hið spillta Alþingi Íslendinga semji og samþykki ó-lög yfir okkur verða þau lög ekki ofar lögum Guðs, né heldur getur Alþingi breytt lögum og Orðum Guðs, þau standa.
Sannkallað hinsegin stjörnuregn í Fríkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir, Óskar, þetta er afar vel ritað, djúp og skýrt hugsuð greining, eindregin trúfesti við orð Guðs, og ekki er þér villugjarnt í hávaðaþysinum frá þeim vegvilltu.
Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 05:52
Trúfesti við orð Guðs eða Biblíunnar? -Því þetta er tvennt ólíkt.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:58
Sem betur fer ráða trúfífl ekki hér á landi, líkt og í Íran og Sómalíu. Var ekki eitthvað um umburðarlyndi í nýja testamenti? En alltof margir halda sig því miður við hatursfullar kreddur gamla testamentisins. Ég reikna með að þeir hinir sömu fnæsi af vandlætingu yfir þeim sem borða svínakjöt, blóðmör, snigla og hvers kyns skeldýr. Auðvitað mega allir lifa í eigin fordómum og sjálfsblekkingum, en það er lágmark að fólk sé þá sjálfu sér samkvæmt :) Ég vænti þess að þið hefjið nú þegar herferð gegn beikonáti Íslendinga!
Sigfús Sigmundsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:00
Jesús "lýsti ... alla fæðu hreina" (Markúsarguðspjall 7:19).
Sigfús, ef þú vilt í alvöru fylgja anda og leiðsögn Nýja testamentisins (NT), þá þarftu að læra – læra af því, lesa, hugleiða og nema orðið. Þú talar um umburðarlyndi. Jafnvel þótt orðið komi ekki fyrir í NT (og allri Biblíunni) nema EINU sinni (í Kólossubréfi Páls postula, 1:11), þá er það ekki í þeirri merkingu, sem þú ætlar, heldur þeirri að umbera (þola af þolinmæði og án möglunar) erfiðleika og mótlæti (11-12: "Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað Föðurnum, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu.")
Þannig er það einnig með orðið umbera í sömu bók, að það birtist þar trúlega í óvæntri merkingu fyrir þig, Sigfús, ekki í nýmerkingu þeirra manna, sem láta sem allt sé leyfilegt eða öll viðhorf jafngild.
Líttu á: orðmyndin umbera kemur aðeins fyrir í þessum textum Nýja testamentisins og þessu samhengi:
Matteusarguðspjall 17:17 (= Markúsarguðspjall 9:19 = Lúkasarguðspjall 9:41): "Jesús svaraði: „Þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá ykkur? Hversu lengi á ég að umbera ykkur? Færið hann hingað til mín.“"
Til samanburðar eru hér tveir textar úr devterókanóniskum ("apokrýfum" segja lútherskir) ritum GT:
Esterarbók (með viðaukum) 3:8: "Lög hennar eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða og hún óhlýðnast lögum konungsins. Það samræmist ekki hagsmunum konungs að umbera þá þjóð."
Og Síraksbók 30:11: "Lát hann ekki fara sínu fram á æskuárum. Þú skalt ekki umbera yfirsjónir hans, lát hann hlýða meðan hann er ungur."
En nýguðfræðingar (líberalistar) kenna, að ekki aðeins eigi að umbera yfirsjónir manna og meira að segja alvarlegar syndir, sem Biblían varar margsinnis við (NT oftar en GT) í sambandi við samkynja mök, heldur eigi að lögtaka þær og blessa, lýsa þær hreinar og góðar og til eflingar kærleika. En þetta er ekki "kristilegt umburðarlyndi", svo mikið er víst.
Einnig mættirðu afla þér skilnings á ákvæðum Gamla testamentisins (GT) um fæðu. Eins og í tilfelli hreinsunarákvæða þess (t.d. um hreinsun kvenna eftir barnsfæðingu) höfðu þau þessi áhrif: að forðast sýkingar. Fnæsum ekki yfir því, þetta bjargaði mannslífum á þeim tíma, þegar vísindalegar sóttvarnir þekktust ekki.
Helgi Heiðar, Jesús sjálfur talaði um Gamla testamentið sem orð Guðs (Matteusarguðspjall, 15:6, og víðar).
Guð blessi ykkur og skilning ykkar í sannri trú.
Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 13:38
Þakka þér Jón Valur athugasemdina og fróðlegan pistil.
Sigfús, Jesús kom til að fyrirgefa syndir ekki umbera þær. Lestu nú orð postulans í fyrsta kafla Rómverjabréfsins í NT.
"Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, 27og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar."
Helgi Biblían er óskeikult Orð Guðs. Þar er ekkert af að taka og engu viða að bæta. Þetta segir Biblían um sjálfa sig.
" 12Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það DÆMIR hugsanir og hugrenningar hjartans. "
Guð geymi ykkur
Óskar Sigurðsson, 27.6.2010 kl. 17:48
Ég lagði ekki leið mína til þess að halda upp á regnbogann heldur fagna með fólki að enn eru greinar innan kristninnar sem berjast með lítilmagnanum..
Verð að viðurkenna að mér þótti reyndar ekki mikið til ræðu prestsins koma.
En formaður samtakanna 78 flutti feiknagóðann lestur enda allur úr ritningunni fyrir útan þess að heilsaði samkonunni.
Þarna voru engir regnbogar, fánar eða krossar tilbeðnir heldur var fólk að eiga gleði og friðarstund í fallegu samfélagi.
Í gegnum aldirnar hefur fólk talið það rétt sinn að nota orð Guðs til að kúga og kvelja aðra. Ég tel skýrt að Drottinn sagði að þann háttinn skildi ekki hafa á.
Áskil ég mér rétt að kalla mig Guðs barn undir blóðinu óháð kynhneigð minni.
Innskot mitt í þessa umræður var nú aðlega til að benda á að engir regnbogar hafi verið tilbeðnir ;)
Blessi ykkur alla þá sem sammála og ósammála eru.
Davíð (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.