Er trúleysi trú?

Ég sé að menn eru á villigötum þegar kemur að skilgreiningu á trúuðum eða ekki trúuðum.  Að sjá er ekki að trúa. Trú fullvissa um það sem viðkomandi vonar og sannfæring um það sem EKKI er auðið að sjá, þ.e. Guð. Enginn hefur séð Guð, en Sonurinn hefur birt Hann. Tómas sagði ég skal trúa ef ég fæ séð hann, Drottinn svarði " Sælir eru þeir sem trúa en hafa þó ekki séð." Eitt af skylningarvitunum eru augun. Auga sálarinnar er ímyndunin. Við getum séð innra með okkur og ímyndað okkur bæði jákvætt og neikvætt, gott eða illt. Auga andans er trúin. Með því auga fær maðurinn litið andlega hluti sem ekki verða með mannlegum vísdómi skilgreindir. Vantrúaður og trúlaus er ekki hið sama. Vantrúaður er maður með tapra sjón og þarfnast gleraugna, hann sér óskýrt. Trúlaus er blindur og sér ekkert og enginn fær opnað auga hans nema Guð sjálfur, sama hve rökin er eru góð og trúaður eyðir tíma sínum og orku að sannfæra trúlausan. Guðlaus maður er svo annað hugtak, þ.e. maður sem átti trú en hefur gengið af trúnni og snúist gegn sinni fyrri trúar iðkun. Jesús sagði " Abraham sá minn dag " Hvernig gat Abraham séð dag Jesú árþúsundum fyrir komu Hans? Ritningin segir " Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað. Augað í anda Abrahams sá hvað verða mundi og hann trúði. Þess vegna réttlætist Abraham af trúnni. Þeir sem trúa á Krist í dag horfa í anda til baka á þann sama dag. Því verður Guði ekki þóknað með lögmálsverkum heldur af trú sem getur af sér réttlætisverk. Þannig þekkist tréð af ávöxtum þess, hvort það er trúað eður ei.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt ad sjá fullordid fólk birta svona bulltexta.  Reyndu ad hugsa sjálfstaett og haettu ad rausa beint uppúr biblíunni.  Thú ert bara einn af mörgum sem fellur í trúargildruna.  Óttalegur kjáni geturdu verid.

jammi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Flott skrif hjá þér Óskar og haltu endilega áfram að "rausa beint uppúr Biblíunni" eins og jammi kemst að orði.
Við sem trúum vitum að hún er bók bókanna og opinberar fyrir okkur hvað Guð er og hversu dásamlegur hann er. Engin bók í veröldinni toppar þá bók.

Edda Karlsdóttir, 16.7.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Jammi. Þú álítur mig kjána vera fyrir að vitna í Biblíuna. En frekar vill ég kjáni kallast af mönnum en að standa frammi fyrir Skapara mínum einn dag eins og kjáni. Ekki hætti ég að vitna í Heilaga Ritningu sem þú kallar bulltexta, sem þó hefur í aldir staðið allt af sér, þó margir hafi reynt að afsanna og útrýma. Hún hefur verið huggun hins hrjáða, styrkur hins veika, von hins vonlausa, breytt lífum milljóna til betri vegar og er velferðarkerfi vesturlanda byggt á Heilagri Ritningu. Þetta hefur engin önnur bók afrekað. Metsölubók allra tíma.  

Nei ekki féll ég í snöru fuglarans heldur var ég fangaður í net Guðs.   

Óskar Sigurðsson, 17.7.2010 kl. 00:34

4 identicon

Ég sé á svari thínu ad thú er heilathveginn.  Finnst thér ekkert kjánalegt ad til sé alvitur og almáttugur Gud sem skapar jördina med takmörkudum audlindum og manneskjufjandsamlegu umhverfi og svo manneskjuna med sínar tharfir?  Sérstaklega med thad í huga ad skrattinn var med í myndinni og reidubúinn til thess ad afvegaleida manneskjuna.  Hvad var thad sem Gudi thínum thótti gott vid thessa sköpun sína?  Thetta er audvitad uppskrift ad stödugri baráttu.  Thú aettir ad reyna ad hugsa á gagnrýninn hátt en ekki ad opinbera heilathvott thinn fyrir lesendum eins og hugsunarlaust vélmenni, sem eins og dáleidd haena les uppúr biblíunn.  Manneskjan hefur verid dugleg ad skapa allskonar trúarbrögd til thess ad fylla í thekkingareydurnar.  Thad er mjög kjánalegt og heimskulegt ad notast vid slíkt í dag.  Jafn heimskulegt og okkur finnst trúarbrögd vanthróadra og einagradra kynstofna djúpt í einhverjum frumskógi. 

Hugsadu um thetta kallinn minn.  Thordu ad vera fullordinn og gagnrýndu thitt eygid hugsanaferli og haettu ad bladra thetta trúarbúll eins og heimskur kjáni.  Ef thú hefdir faedst í Arabíu vaerir thú eflaust múslimi og bullandi uppúr annari bók en biblíunni.  

jammi (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 17:42

5 identicon

eigid hugsanaferli

jammi (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 17:49

6 identicon

Jammi.

Nú veit ég ekki hversu vel þú ert að þér í heimspeki og náttúrufræðum. Þekkir þú til Heilags Tómasar frá Akvínó? Hann kom með mjög skemmtilega sönnun á tilvist Guðs. Hefur þú lesið hana?

Þeir sem þekkja til náttúrufræða vita að í heiminum er regla, hann lýtur ákveðnum lögmálum. Þekkir þú til þessara hugmynda? Þú biður Óskar um að gagnrýna eigið hugsanaferli en hefur þú gagnrýnt þitt?

Það manneskjufjandsamlega umhverfi sem þú talar um er að verulegu leyti okkur að kenna. Ekki kenna Guði um allt, við berum sjálf ábyrgð á því sem við gerum.

Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband