Tröllatrú og Grýludýrkun

Þrettándahátíðin var haldinn með mikilli fyrirhöfn sem áður og fjöldi manns heimsótti Eyjarnar og tók þátt í helgiathöfninni ásamt heimamönnum.  En það er einkennilegt að á 21. öldinni sé litlum börnum boðið uppá ófreskjur á borð við Grýlu og Leppalúða, tröll og forynjur innan um brennivínslyktandi jólasveina. Á meðan hásætisvagn  Gýlunnar er dregin til helgiathafnarinnar öskrar hún bölvandi með tryllingslegum hætti eins og vitstola maður „ þið eruð ljótustu börn í heimi, ég ætla að sjóða ykkur í potti og éta ykkur „ og fleiri orðaleppar af þessu tagi. Sjá má grátandi börn og skelkaða krakka haldið að ófreskjunum í algjörlega óskiljanlegum tilgangi nema þá til að hræða þau og foreldra finna til drottinn-valds gegn óskapnaðinum. Þetta nær svo hámarki sínu á fórnarhæðinni í Löngulá þar sem kynjamyndum er stigin dans og sungið lof yfir tendruðu báli þeim til heiðurs. Þvílík uppákoma og þvílík skemmtun. Hvað þætti fólki ef það sæi eitthvað þessu líkt í fréttum frá Kashagzdan?   

Hér áður á öldum þegar myrkur og fáfræði var hlutskipti þjóðarinnar voru uppeldisaðferðir í samræmi við það. Lítið tillit var tekið til tilfinninga barna og oft harkalegum aðferðum beitt. Óttinn var notaður til ögunnar og hræðslan til hlýðninnar. Forynjur sem bjuggu í klettum og fjöllum hungraði í óþekk og illa klædd börn. Ólánlegir og bæklaðir sveinar gægðust á glugga, giljuðu konur, hnuppluðu mat, skapstyrðir og skelltu hurðum eða slöfruðu í sig mat með dýrslegum hætti. Nei, heiðnin hreinsaðist ekki af Íslendingum þrátt fyrir Krisintökuna og spíritisminn hefur viðhaldist eins og vírus í þjóðarsálinni þrátt fyrir skírnir og fermingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband