18.1.2011 | 18:56
Samtíma siðferði
Að lag sem þetta sé bannað því texti þess þykir móðgandi við samkynhneigða er hreint með ólíkindum og dæmigert fyrir samtíma siðferði. Ekki hvet ég til eineltis eða niðrandi söngva gegn fólki sem ekki ratar réttan veg. Þótt svo textar margra flytjanda rífi niður allt sem heitir Guð og helgur dómur, hæðist að Jesú Kristi og náðarverki Hans, hvetji til frjálsra ásta og kvennfyrirlytningar þykir mönnum það allt í lagi og fátt heyrist um boð eða bönn á slíkum lögum.
25 ára gamalt lag bannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hvetur ekki til eineltis gegn "þeim sem ekki rata réttan veg" en finnst fáranlegt að taka úr umferð eitthvað lag sem elur á fordómum og einelti? Leyfir kristileg rökhugsun þín þér ekki að sjá fáranleikann í því sem þú skrifaðir?
Er það ímyndaði vinur þinn guð sem gefur þér gáfurnar til að vita hvað er að rata réttan veg? Því mér sýnist að þú sért með það á hreinu.
Veistu hvað mér finnst vera að rata ekki réttan veg. Það er að byggja siðferðiskend sína ekki á rökhugsun heldur eldgamalli bók þar sem má finna meiri kvenfyrirlitningu en nokkurt dægurlag getur innbyrgt.
Bók þar sem mælst er til þess að óþæg börn séu grýtt og þrælahald er bara allt í lagi.
Bók þar sem runnar, snákar og asnar geta talað.
Hroki þinn og yfirlæti er ógeðslegt.
Elías (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:58
...enginn hroki og yfirlæti í ummælum Elíasar sjáðu til.
Jón (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:35
Hlægilegt hjá þér... Bara svo þú vitir það þá mótmæla menn í Kanada, bæði samkynhneigðir og gagnkynhneigðir.
Að auki er enginn glæpur að skjóta á skáldsagnapersónur; Svo er nú skáldsagnahetjan þín búin að lofa því að pynta okkur að eilífu, er það ekki nóg fyrir þig
DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 22:02
@Jón
Það er hroki og yfirlæti að fullyrða að samkynhneigðir séu einhverjir sem ekki rata réttan veg. Með því ertu að gef í skyn að samkynhneigð sé í raun val eða einhvers konar uppgjöf fyrir freistni, þrátt fyrir miklar rannsóknir geðlækna og sálfræðinga sem hafa leitt í ljós að þetta er ekki val og í raun náttúrulegur hlutur því til stuðnings eru til samkynhneigð dýr.
Það kann að vera að mín ummæli snerti einhvern sem hrokafull eða yfirlætisleg, hinsvegar eru þessi orð ekki strangt skilgreind og lýsa tilfinningu einhvers gagnvart einhverjum. Fyrir mitt leiti einkennist hroki og yfirlæti í manneskju af því að hún fullyrðir eitthvað um einhvern án þess að rökstyðja mál sitt. Því finnst mér ég hvorki hafa verið hrokafullur né með yfirlæti.
Elías (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 23:05
Þau guðlastslög sem félagi Skari er að fara fram á.. eru biblísk; Þau segja að það eigi að myrða alla sem voga ser að gagnrýna biblíu; Nú er kristin kona í Pakistan að bíða dauða síns, fyrir guðlast; Það eru samskonar reglur í kóran og biblíu með þetta og flest annað. Báðar bækur segja að það eigi að myrða samkynhneigða, myrða mig og aðra sem trúa ekki bókinni; Þetta segir Skari að sé skrifað af guði sínum, Skari dýrkar þetta algerlega, telur sig fá verðlaun, er svona útrásarjesúlíngur
Samkynhneigð er ekki val, menn og konur fæðast samkynhneigð/gagnkynhneigð/bi... það er árás á allt fólk ef ráðist er á samkynhneigða.
Trúarbrögð eru árás á allt mannkyn
DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 23:37
"Hroki", "yfirlæti" , "fordómar" osfrv., þessi orð eru eiginlega við það að tapa merkingu sinni í þessari vitleysisumræðu sem tröllríður samfélaginu.
Ég er sjálfstæðismaður sem játa kristna trú.
Æði margir hafa lýst skoðun sinni á þessari lífsafstöðu minni og kallað mig, "hálfvita", "hrokagikk", "öfgatrúmann" sumir skipsfélagar mínir kalla mig "brúntungu", sem þýðir að sleikja afturendann á mikilvægum mönnum í þeirri von að öðlast einhver hlunnindi fyrir það, ég hef ekki tölu á þeim orðum í þessa veru sem ég hef fengið að heyra um mína persónu.
Hvað finnst mér svo um þá sem viðhafa þessi ummæli?
Þetta eru upp til hópa prýðismenn og sá hluti skipsfélaga minna sem veitir mér ofangreind viðurnefni eru ágætir vinir mínir. Við getum rætt saman um hin ýmsu mál sem hvorki snúa að pólitík né trúmálum.
Fólk getur haft sínar skoðanir á mönnum án þess að burðast með vafasama persónu.
Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 23:44
Elías...flott nafn.
Annars mér er alveg slétt sama þótt lag Dire Straits sé tekið úr umferð og hef alls ekkert á móti því þar ef lagið elur á fordómum, en vildi bara benda á ójafnvægið á því hvað er bannað og hvað ekki. Ekki taka hluti úr samhengi hér.
"Treystu Guði af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit " Maðurinn bregst ekki Guð.
Kannski er ég asninn sem Guð er að nota til að tala við þig:) en hver er snákurinn? Réttindi kvenna eru hvergi meiri enn í löndum Kristninnar og konur eru meðal helstu lærisveina Jesú fyrr og síðar. Þegar grýta áttti konu sem staðin var að hórdómi var það Jesú sem stóð upp fyrir hana..Þannig að ekki sýndi Höfundurinn neina kvennfyrirlitningu heldur sagði " far þú og syndga ekki framar. Biblían hvorki hvetur, né elur á kvennfyrirlitnigu, heldur skapaði Guð handa karlmanninum KONU þar sem ekki var gott fyrir manninn að vera einsamall. Guð gefur manninum það besta, þ.e. kvenmann, og segir svo manninum að " elska eiginkonu sýna og leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana. Hvað er að þessu siðferði???
dr.e Guð VILL að ALLIR menn komist til iðrunnar og þekkingar á sannleikanum. Maðurinn velur sjálfur sinn eilífa dvalarstað...
Óskar Sigurðsson, 18.1.2011 kl. 23:54
@Elías.
Þú hæðist að trú Óskars og talar niður til hans. Þó þú sért í einhverri afneitun um það þá sér hver annar maður að þú ert með hroka og yfirlæti.
Jón (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:29
Því miður þá var enginn sem skapaði okkur og konur voru ekki skapaðar fyrir okkur karlana. Þetta er svo sjúkt.
Jín (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 01:28
Óskar, góður er pistill þinn, og sérlega gott er þetta svar þitt kl. 23.54.
'Money for nothing' er eitt bezta Dire Straits-lagið, mikið stuðlag sem virðist þola mikla hlustun, og algert skemmdarverk að fara að ryðjast inn í flutning þess með einhverju fordómabulli. Aldrei hafði ég veitt því eftirtekt, svo að ég muni, að þar væri minnzt á 'fagot' – legg kannski ekki glöggt eyru við öllum textum, og ég sé ekkert að því, að daglegt, talað mál fái að koma inn í lög Dire Straits síður en annarra.
Þessi hystería hefur gengið svo langt, að það orð, sem samkynhneigðir karlmenn eða Samtökin 78 tóku upp um sjálfa sig um nokkurt árabil ('hommar' – þótt þeir hættu síðan við það, rétt eins og þeir hættu við orðið 'hýr'), hefur verið gert að tilefni e.k. nútímaútgáfu af bókabrennu hér á landi: þ.e. til útþurrkunar gervallra hinna afar margvíslegu, fræðandi og þjóðfélagslega gefandi greina Lofts Altice Þorsteinssonar verkfræðings á Moggabloggi hans.
Kanadísk stjórnvöld eru ennfremur einhver hin algrófustu í aðsókn að ritfrelsi og samvizkufrelsi fólks, þegar kemur að þessum málum – þannig var ástandið orðið þar strax fyrir hálfum áratug, eins og menn geta lesið um í þessari fróðlegu vefgrein eftir Jón Rafn Jóhannsson: Um kristna samstöðu.
Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 03:28
Góður pistill Óskar - orð í tíma töluð.
Eiginlega er Jón Valur sá eini sem kemur inn á hið eiginlega vandamál sem er dómsúrskurður gegn tjáningarfrelsi. Hatursáróður á sér rætur í hjartaþeli - vonsku hjartans - og til lítils er að berjast gegn orðum eða tjáningu ef hatrið fær að gróa. Hvort sem sagt er hommi, kynvilltur, saurlífur eða eitthvað annað, þessar skoðanir er ekki hægt að banna - og á sama tíma halda frelsinu.
En þetta er mál sem hefur margar hliðar. Dr.e áttar sig t.d. ekki á því hvernig þetta er bara stigsmunur en ekki eðlis: að dæma kristið fólk til dauða fyrir guðlast og að banna fólki að nota t.d. orð eins og fagot.
Annars er orðið útrásarjesúlingur ekki slæm samsuða, þarf sennilega ekki að fá lögbann á það
Ragnar Kristján Gestsson, 19.1.2011 kl. 08:09
Hvar stoppar þetta hommasystem eiginlega?
Getur þessi útvarpsstöð ekki bara sett svona smá "bíííp" yfir "dónaskapinn?"
(þar með myndu þeir gera sig endanlega að athlægi)
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 08:24
Rökrétt næsta skref hjá Kanada, svona í takt við þetta bann, er að banna biblíu/kóran og aðrar bækur sem fara fram á skert mannréttindi, já fara fram á að samkynhneigðir og margir aðrir hópar verði myrtir.
En auðvitað styð ég ekki bann á slíku...
doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 08:45
Þetta lag hefur svo sem oft verið umdeilt áður.Texti þess hefur verið sagður bera með sér forsóma gagnvart konum, hommum og þeldökku fólki. Þessu orði "faggott" var til dæmis skipt út í einni útgáfunni fyrir orðið "mother", sem er stytting á orðinu "motherfucker". Það þótti vandlátum könum miklu betra. Annar er komið víða við í texta lagsins og umfjöllunarefnið alls ekki "kristilegt". - Þess vegna hafa "kristnir" kanar oft gagnrýnt lagið líka fyrir dónaskap. En það er athyglisvert að sjá hverjir eru hér að taka upp hanskann fyrir lagið og á hvaða forsendum, athyglisvert og fróðlegt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 09:15
Þetta lag er um rokkstjörnur... harla ólíklegt að hommar vilji "Chicks for free", ef þetta væri um homma, þá væri það "Dicks for free".
doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 10:11
Þakka ykkur Jón Valur og Ragnar Kristján.
doctore
Óskar Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 17:32
Það er vel hægt að skipta þessu út fyrir 'fucker' eða 'asshole' eða 'fudger' . Enda má þá leika lagið.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.1.2011 kl. 22:34
Ef það er eitthvað sem ætti að vera bannað þá er það ritskoðun.
Kommentarinn, 19.1.2011 kl. 23:17
Ég er "faggi" og ég læt ekki fólk sem notar orðið "faggi, faggot", etc pirra mig (nota það oft sjálfur þegar ég er pirraður í Call of Duty: Black Ops). Á sama hátt að svartir vinir mínir pirra sig ekki á því þegar maður grínast með "That nigga is craaazeh!".
Hinsvegar finnst mér skrifin þín á þessari vefsíðu miklu meira niðrandi gagnvart mér, þar sem þú með einni asnalegri setningu gerir lítið úr lífinu mínu og segir að ég og kærastinn minn erum að fara ranga leið í lífinu. Það sést langar leiðir að þú telur þig vera meiri manneskju en ég. (I.e Second Class Citizen). Það finnst mér vera móðgandi.
En já, ritskoðun er slæm, sérstaklega útaf einhverju stupid stöffi eins og svona, maður þarf að vera smá lítill inní sér ef maður lætur orðið "faggot" taka svona á sig.
En ég mæli samt með því Óskar að þú hugsar þinn gang, ég allavegana sé stóran mun á að nota orðið "faggot", og að beint tala niður til stóran hóps fólks með svona siðferðisréttlætisrugli eins og er í þessari bloggfærslu þinni :)
Gunnar (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 10:29
Gunnar, hvergi í tæpl. 4½ línu pistli sínum né í innlegginu 18.1. kl. 23:54 talar Óskar um samkynhneigða sem "annars flokks borgara," enda engin ástæða til. Það er margt, jafnvel velflest fólk, sem "ekki ratar réttan veg" á einhverju tímaskeiði lífs síns. Varla verða viðkomandi "annars flokks borgarar" vegna þess, eða er það þitt álit?
PS. Svo legg ég til, að allir íslenzkir bloggarar noti viðtengingarhátt, þar sem hann á við.
Jón Valur Jensson, 22.1.2011 kl. 15:06
Þakka þér fyrir Jón Valur, einmitt það sem ég vildi sagt hafa. Ég flokka ekki fólk eftir kynhneigð Gunnar.
Í textanum Í Bljúgri bæn, segir " ég reika OFT á rangri leið " og það hef ég gert, en vér eigum árnaðarmann á himnum sem vill leiðrétta stefnu okkar. En fólk í dag vill ekkert heyra um slíkt. Menn vilja ekki lengur viðurkenna syndir sínar, heldur fá þær viðurkenndar.
Óskar Sigurðsson, 23.1.2011 kl. 19:25
Mjög gott innlegg hjá þér, Óskar.
Heilar þakkir til þín og annarra sem láta ekki hræða sig frá því að minna, með fullri virðingu fyrir einstaklingum, á kristna trú og siðferði.
Jón Valur Jensson, 23.1.2011 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.