Kæri Jón Sigurðsson

Unglingar í 8. bekk grunnskólans í Vestmannaeyjum fengu það verkefni að skrifa hr. Jóni Sigurðssyni fyrrum forseta lýðveldisins bréf um ástandið á Íslandi eins og það kemur fyrir í dag. Einn þeirra skrifaði svo...

Kæri Jón Sigurðsson.

Þú varst góður maður og barðist fyrir sjálfstæði okkar Íslendinga. En því miður er allt í rassgati á Íslandi í dag. Ríkisstjórnin er búin að drulla uppá bak og vinstri grænir eru að breyta landinu í kommúnistaríki. Það væri betra ef þú værir ennþá lifandi. Þú myndir örugglega hjálpa okkur út úr þessum vandræðum, annað en þau Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir. Ég veit ekki mikið um þig en þú ert örugglega geðveikt frægur því þú ert á 500kr seðlinum. 

Kær kveðja

Nemandi Grunnskólans í Vestmannaeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Og jón svaraði Bréfinu öllum að óvörum.

Kæri nemandi Grunnskólans í Vestmannaeyjum.

Því miður er lítið hægt að gera fyrir ykkur vesalings þjóð , þið getið sjálfum ykkur um kennt sem kjósið og styðjið  Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn, þrátt fyrir þá  helstefnu sem þessir flokkar stunduðu og urðu þess valdandi að þið eruð nú í skítamálum. Það er því miður oft þannig barnið gott, að þeir sem stela, eyðileggja og skemma hlutina, geta ekki alltaf borgað til baka hvað þá heldur lagað það sem þeir hafa skemmt. Þú skalt því bara vera rólegur meðan verið að reyna af veikum mætti að laga það sem aflaga fór í hruninu.

Kær Kveðja Jón heitinn Sigurðson

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.2.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband