10.7.2009 | 19:17
Jóga og samkynhneigð
Í grein á Mbl í gær segir að einn helsti jógafrömuður Indlands segi að samkynhneigð sé glæpur og lækna megi þennan fæðingargalla með jóga. Það verður fróðlegt að vita hvort þessi viðhorf jóga verði tekin uppá á Íslandi og byrjað verði í leikskólum landsins að eiga við þennan vanda. Iðkun á jóga hefur farið vaxandi í vesturlöndum síðustu ár og hafa hinar vestrænu " kristnu " þjóðir fallið frá hinum heilnæmu gildum Kristninnar og heldur hópað að sér kennurum sem kitla eyrun með framandi kenningum , t.d. hinduisma. Jóga þykir gott og gilt í okkar samfélagi og hefur jafnvel teygt anga sína inná á leikskóla landsins þar sem blessuð börnin eru dregin inní slíka iðkun án nokkurra athugasemda. Þeir sem hins vegar boða fagnaðarerindið um Krist þykja helst til öfgafullir, gamaldags, afturhaldsamir og óumburðarlindir. Kirkjunnar þjónar hafa verið álitnir hættulegir trúboðar sem ekki ættu að vera inní skólum landsins með trú sína. Trúin á Jesú Krist kennir manninum að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig og leiðir manninn á heillarbraut. Kristindómurinn hefur verið hornsteinn af því velferðarsamfélagi sem við búum í á meðan hindúisminn skilur manninn eftir í örbyggð, hungri, fátækt, þrældómi, sjúkdómum og samfélagslegu böli vegna helsi karma. En hvað svo ef jóga getur læknað samkynhneigð, hvað tekur við, böl hindúismans?
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.