20.9.2009 | 01:06
Borgarahreyfingin og siðmennt
Borgarahreyfingin sem í upphafi þings hafnaði blessun Guðs frá kirkjunnarþjónum og þeirri áralöngu hefð að sækja messu við þingsetningu. Þeir töldu ekki þörf á að blanda Guði inní þingið en völdu frekar ráðgjöf siðmenntar. Þessi er svo útkoman, allt er í upplausn og óeiningu, stefnan óljós og óvissan ríkir. Þeir sem greiddu Borgarhreyfingunni atkvæði sitt hefur verið gefið langt nef Gosa og misboðið. Þetta er ávöxtur siðmenntar sem telur sig geta byggt siðferði sitt á annarlegum grunni í stað þess að byggja á Bjargi aldanna. Þeir sem hafna blessun Guðs yfir störf sín geta aldrei fundið fótum sínum farsæla braut.
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ansi finnst mér þú nú teygja þig langt í túlkuninni. Svo sem ekkert nýtt fyrir þá sem nugga sér utan í Krist í sjálfsréttlættættri vanþóknun á öllu, sem ekki fellur að fantasíu þeirra sjálfra.
Borgarahreyfingin sprungin. Allt Siðmennt að kenna.
Ég hefði haldið að þú værir að grínast, ef ég hefði ekki séð myndina af þér þarna fyrir framan Rómverska pyntingartækið. En orginal ertu. Ég er viss um að enginn hefur náð að draga þessa ályktun. Allavega ekki óbrjálaður.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 02:52
Ég verð að taka undir með honum Jóni Steinari, þetta bull er alvarlegs eðlis.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 03:13
Ja hérna... maður á bara varla til orð :) En ég er sammála Jóni Steinari.....og Gunnari Waage- Það eru fréttir :)
Heiða B. Heiðars, 20.9.2009 kl. 11:41
jahá... þú sem sagt ert þess trúar að Kristin trúarbrögð hafi stuðlað að einingu og samhliða stefnu heimsins? .... þú hlýtur að gera þér grein fyrir hversu margir hafa og eiga eftir að deyja vegna trúarbragða
ekki vera þér og gvuði til skammar á þennan hátt
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:01
Bwahahahaha.
Ertu ekki að grínast, herra Sigurðsson? Þvílíkt bull.
Neptúnus Egilsson Hirt (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:11
Hahaha... þetta er með því allra fyndnasta sem ég hef heyrt Frábær athugasemd hjá þér Jón Steinar!
Borghildur Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:14
Skv. þinni nálgun á viðfangsefninu Óskar þá hlýtur þú að vera þeirrar skoðunar að ófarirnar sem hafa dunið yfir Íslandi séu guði að kenna. Þar voru þingmenn að verki sem sóttu messu í upphafi þings og blönduðu guði inní þingið...
Er þá ekki rétt að guð borgi Icesave?
Arnar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:25
"Þeir sem hafna blessun Guðs yfir störf sín geta aldrei fundið fótum sínum farsæla braut."
Þakka góðann brandara, en þér er víst alvara.
Skil ekki beint hvernig þú kemst að þessari skoðun. Læknar sem eru hindúatrúar eru ekki verri læknar. Guðlausir sálfræðingar eru ekki verri sálfræðingar. Uppfinningamenn sem trúa ekki á að nookuð "andlegt" sé til finna enn upp hluti sem bjarga mannslífum og eru stoðir við lífsmáta okkar.
Allt án blessunar YHVH.
Svo finnst mér svona "Minn Guð er betri en þinn!" attitude vera ferlega forskólalegt.
Hans Miniar Jónsson., 20.9.2009 kl. 12:54
Látum okkur sjá, þitt siðgæði byggist á því að þú ert hræddur um að verða pyntaður ef þú leggst ekki undir ímyndaða fjöldamorðingjann í geimnum.....
Næs að fá svona beint í æð það sem kristni snýst um... kannski guðinn þinn taki næst upp á því að myrða alla íslendinga... ekki reyndi hann að stoppa Hitler af þegar hann murkaði lífið úr milljónum... við urðum að bjarga þeim málum sjálf...
Eða kannski guðinn láti rigna froskum og geri okkur öll bólótt.. svo gerir hann göngugötu til vestmannaeyja, beint heim til þín.. og myrðir alla sem eru ekki tilbúnir í að dýrka bronsaldarsöguna þína.
Sérðu þetta svona fyrir þér vinur minn?
DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 13:05
Gott að vita að það eru til geðtruflaðir ofsóknaróðir trúarfasistar á Íslandi í dag.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.9.2009 kl. 13:28
ertu ekki að grínast?
Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2009 kl. 13:35
Það má nú benda á að Geir bað Guð um að blessa Ísland og margur Guðs-maðurinn tók undir þá. Afleiðingarnar voru nú skelfilegar: kerfishrun, IceSave og margt, margt fleira.
Ekki sakar að benda á að Guðstrúin hefur loðað við Sjálfstæðisflokkinn og þá sem náhirðinni fylgja að máli sérstaklega, svo að ef þetta er afleiðng Siðmenntar, þá segi ég bara að þjóðkirkjan hefur skapað hér hryllilegar hörmungar.
Þetta er allt kristnum að kenna, Guð átti nefnilega IceSave-reikning.
AK-72, 20.9.2009 kl. 14:05
Já sjálfstæðismenn sem og framsók sem lögðu landið i rúst eru mjög gefnir fyrir kristni.. BB hefur sagt þetta það mikilvægasta, Árni Johnsen alveg óður í pontu á alþingi að plögga handþvotti biblíu..
Guðni talaði um að biblían væri það mikilvæg að hana ætti að kenna á heilögum skrifborðum menntastofnana.. eða eitthvað í þá áttina..
Annars skil ég ekki kristna, samkvæmt biblíu þá er eymd og volæði, að allir séu fátækir alveg frábært, það sé lykillinn að því að komast í alsæluna eftir dauðann
DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 14:12
Þið munuð öll stikna í helvíti :-)
Sveinn Gestur tryggvason (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:27
Óskar þér hefur greinilega tekist að æsa upp á móti þér helstu trúleysistrúboðana. Til hamingju með það.
Mér fannst þessir þingmenn Borgarahreyfingarinnar vera aumir frá upphafi. Eina sem þeir höfðu til málanna að leggja var að vera á móti messuhaldi og að vildu ekki vera með bindi í þingsal.
Hvort tveggja auðvitað algjör forgangsmál sem þola enga bið, þegar efnahagur heillrar þjóðar er hruninn.
Það er allavega ljóst að ráðgjöfin frá Siðmennt hefur ekki dugað þeim vel, ef þeir voru helstu ráðgjafar hreyfingarinnar.
Theódór Norðkvist, 20.9.2009 kl. 15:29
Herra Norðkvist: Það, að æsa upp á móti sér fólk á netinu er varla hrós-vert, en það kallast á enskunni "trolling" - aðallega stundað af athyglissjúkum táningum. Ef að trúarliðið getur ekkert annað en leikið tröll á netinu, tja, þá hafið þið greinilega ekki neitt meira til að leggja á borðið. ;]
Neptúnus Egilsson Hirt (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:49
Afhverju get ég ekki lesið eina einustu bloggfærslu sem á einhvern hátt tengist kristni án þess að sjá síðan haug af væli frá einhverjum andkristni stonera hippum? Eruð þið að leita uppi fólk sem á sér trú og líður vel og angra það bara afþví ykkar líf er innantómt og gleðisnautt eða hvað?
Sveinn Gestur Tryggvason (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 17:58
Nei Sveinn, eimmitt vegna þess að þetta fólk heldur því fram að þeir sem ekki trúa séu 'andkristnir' (ég er alveg jafn andhindúískur líka) 'stonerar' (sem er náttúrulega merkilegt, enda trúfrjálsir þeir sem eiga ímyndaða vini, ekki satt?) eða'hippar' (!)...
...en þó aðallega vegna boðunar á fordómum og hatri gagnvart þeim sem ekki aðhyllast (sömu) trúarbrögð.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.9.2009 kl. 18:18
Trú er ópíum fólksins, ef einhverjir eru "stonerar" þá eru það trúaðir, þeir eru á ímyndunar kennderíi, að deyja úr sjálfselsku og egótrippi dauðans.... magic is real, we are going to live forever... <--- Hard imaginary drugs
DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 18:59
veistu sveinn ég er mjög trúuð, bið um leiðsögn gvuðs á hverjum degi og þakka honum að kveldi. ég legg mig fram við að lifa í vilja hans. ég er ekki hippi, ekki stóner ég er bara á móti því að fólk notar almættið sem skjöld á sínum eigin fordómum. gvuð boðar fyrirgefningu og kærleika. ekki hroka dómhörku og þröngsýni!
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:24
já og lífið mitt er fullt af yndislegum einstaklinum vog er langt því frá að vera innantómt
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:26
Dásamlegur pistill, fullur af náungakærleika, fyrirgefningu og botnlausri ást á því fagra og góða. Ekki örlar hið minnsta á trúarhroka eða sjálfsupphafningu hjá höfundi, né er hægt að væna hann um ofstæki tengt sinni trú....heimurinn þarfnast einmitt fleiri manna sem þessa, og væri mun friðsamari og kærleiksríkari ef svo væri...ekki satt??
Haraldur Davíðsson, 20.9.2009 kl. 23:01
Samantekt: "svona refsar Guð þeim sem mæta ekki í kirkju!"
Einar Jón, 21.9.2009 kl. 08:15
Bloggeigandi er búinn að blogga töluvert um guðleysi Borgarahreyfingarinnar. Þetta messuskróp hefur farið töluvert fyrir brjóstið á honum.
Einnig er síðuhöfundi mjög uppsigað við hindúisma og vonar að jóga geti læknað samkynhneigð.
Hún er fjölskrúðug flóran bloggaranna, það er óhætt að segja.
Kristinn Theódórsson, 22.9.2009 kl. 00:20
hehehehe Óskar þér hefur aldeilis tekist að æsa upp Heimspekideild Háskóla íslands. Nú mæta allir trúlausu snillingarnir með háfleygu og fínu orðin og ætla aldeilis að sýna þér hvað trúleysi veitir þeim mikla lífsfyllingu, visku og hamingju. Bull, Sjálfsupphafning, Trúarhroki, þröngsýni, dómharka, hatur, fordómar, athyglisjúkur og hryllilegar hörmungar.Þetta eru ykkar orð. People í hreinskilni þegar þið horfið á það sem þið eruð búin að vera að skrifa hérna, finnst ykkur þið hafa komið máli ykkar á framfæri gagnvart blogghöfundi? Óskar endilega haltu áfram að draga heimsspeki snillingana út úr felum því ef það er eitthvað sem heimilin í landinu þurfa að þá er það að fólk eyði púðri í að hrauna yfir Guð og Kirkjuna og svo klæðaburð ráðherra í þingsal. Óskar, þó að við séum ekki 100% skoðanabræður þegar kemur að trúmálum að þá ætla ég samt að vera algerlega sammála þér í þessu máli. Meðlimir borgarahreyfingarinnar lögðu drögin að endalokum hreyfingarinnar með því að fylgjast með þegar aðrir þingmenn gengu til messu í upphafi þings og vanvirða alda gamla hefð, og þó að við séum ekki sammála um hvaða þýðingu skrópið í messu hafði , að þá er niðurstaðan sú sama. Þeir voru áhorfendur í upphafi þings og voru það einnig þegar hreyfingin liðaðist í sundur. Nýja „Hreyfingin“ er reyst á rústum niðurrifs og ófagmennsku, og sýna skoðanakannanir að ef gengið yrði til kosninga núna að þá félli hún af þingi.
Friðberg Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.