Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2012 | 23:43
Biskup sé maður fastheldinn við hið áreiðanlega orð.
Agnes telur það stóran áfanga fyrir kirkjuna að nú muni kona gegna embætti biskups.. Hvers vegna spyr ég? Stór áfangi í hvaða máli? skiptir að kona gegni þessu embætti frekar en Karl? Það er eins og kirkjan sé í stríði við Guð sjálfan. Er tilgangur kirkjunnar ekki skýr frá upphafi, þ.e. að breiða út fagnaðarboðskapinn um Jesú Krist, að allir menn komist til iðrunnar og þekkingar á Sannleikanum.
Agnesar fyrsta verk er að tala við fólkið og hlusta á það...þetta voru fyrstu mistök Adams og Evu, að hlusta á hið skapaða í stað Skaparans, eins leitaði Pílatus ráða varðandi Jesú og Barrabas hjá óstöðugum fjöldanum um hvað gera ætti.
Er ekki réttara að leita Hans vilja, álits og ráðs og hvað Hann hefur til málanna að leggja fyrst áður enn annað er leitað? Nei, það virðist ekki skipta máli hvað Guði finnst eða hvað Heilög Ritning kennir. " Mér finnst " og " ég tel " guðfræðin ræður. En Biskup á að vera " maður " fastheldinn við hið áreiðanlega orð, hann á líka að vera einkvæntur..Kirkjan á að snúast um Guð en ekki kirkjan um fólkið.
Hins vegar er ekki rangt að hlusta á hróp fólksins, jafnvel má heyra röddu Guðs af munni fallins manns og ráð Hans finna af tungu hinna snauðu og vesælu. " en leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki."
Stór áfangi fyrir kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2012 | 16:24
Slæmt siðferði rót vandans
Slæmt siðferði rót vandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2011 | 22:57
Elliði hlaut Mar eftir tæklingu
Bloggar | Breytt 9.9.2011 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 11:32
VG orka
Björk afhenti undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2011 | 18:45
Tröllatrú og Grýludýrkun
Hér áður á öldum þegar myrkur og fáfræði var hlutskipti þjóðarinnar voru uppeldisaðferðir í samræmi við það. Lítið tillit var tekið til tilfinninga barna og oft harkalegum aðferðum beitt. Óttinn var notaður til ögunnar og hræðslan til hlýðninnar. Forynjur sem bjuggu í klettum og fjöllum hungraði í óþekk og illa klædd börn. Ólánlegir og bæklaðir sveinar gægðust á glugga, giljuðu konur, hnuppluðu mat, skapstyrðir og skelltu hurðum eða slöfruðu í sig mat með dýrslegum hætti. Nei, heiðnin hreinsaðist ekki af Íslendingum þrátt fyrir Krisintökuna og spíritisminn hefur viðhaldist eins og vírus í þjóðarsálinni þrátt fyrir skírnir og fermingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2010 | 13:17
Kjarni málsins frábær bók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2010 | 16:12
Kaus að kjósa ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2010 | 22:54
Guð og fjölmiðlar
Á þeim örðugu tíðum sem við lifum á hafa mennirnir gerst óforskammaðir í umræðunni um Guð og Hans Orð. Öfgafullir lastmælendur skirrast enskis í fjölmiðlum við að lastmæla Guði sínum og Skapara, án nokkurs Guðsótta og virðingar. Í stað þess að lægja sig og gefast undir Hans voldugu Hönd gerast menn harðsvíraðri enn nokkru sinni fyrr og hreykja sér upp með það eitt í huga að gera vondar hugsanir sínar kunnar. Þessir menn eru eins og skynlausar skepnur er þeir lastmæla því sem þeir þekkja ekki. Þeir setja sig upp í móti öllu sem heitir Guð og helgurdómur. Heilagri Ritningu er hvorki sýnd virðing né sómi, öllu heldur fótum troðin. Svívirðan er slík að ekki er hægt að hafa eftir það sem menn láta frá sér.
Og að þessu gera fjölmiðlar góðan róm. Þeir virðast hópa að sér öllu slíku guðleysi og fjalla svo hispurslaust um öfuguggahátt og sódómískar kynhneigðir þverbrotinna manna. Þetta er svo fyrir allra augum á tímum frétta og skemmtiþátta og eru börn og fjölskyldur óvarðar fyrir skömminni ef ekki er höfð gát á.
Ráða og embættismenn þjóðarinnar eru jafnvel þeir sem veita forystu í slíkum efnum. Þeir leita á mála þeirra sem fótum troða mannréttindi, vilja slíta stjórnmála samstarfi við Ísrael en efla stuðning við hryðjuverkamenn, sameinast Evrópu skækjunni og gefa Bandaríkjunum langt nef. Þessir menn aðhylltust á árum áður isma og stefnur sem hélt lífum milljónum manna í gíslingu um áratuga skeið og mærðu leðitoga þeirra í riti og ræðu.
Enn á þetta að koma okkur sem trúum óvart? Alls ekki. Þessir menn eru einmitt þeir sem láta Orð Ritningarinnar rætast. Þeir sem Biblían talar um að verði á síðustu dögum fyrir endurkomu Jesú Krists. Mönnum ætti því ekki að bregða né furða sig á þeirri stöðu sem land vort er komið í heldur snúa sér til Almáttugs Guðs og spyrja um gömlu göturnar og hver sé hamingju leiðin.
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesús, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði
um landið hér,
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2010 | 19:14
Man Jóhanna réttindi
Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 við Heimi Má og hvern annan mikill baráttu maður Samkynfylkingarnar, talaði Jóhanna um að troðið væri manréttindum í Færeyjum vegna þess að heilbrigt hugsandi Færeyingar telja samkynhneigð óeðli og sjá Ísland sem víti til varnaðar. Hefði Jóhanna t.d. verið svertingi og Jenis hafnað matarboðinu á þeim forsendum hefði málið verið annað.
Telst það til mannréttinda að ljúga og síðan svíkja þjóð sína? að þvinga íslendinga í EB? að hunsa fátækt og neyð þeirra sem ekki hafa mat á borðum og eru að missa aleiguna en belgja sig sjálfa út á skerpukjöti? að skrumskæla íslenska tungu? og brjóta gegn elstu stofnun mannkynsins og hornsteini samfélagsins þ.e. fjölskydunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 23:57
Vinstri venjan
Stjórnvöld hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar