Í Landeyjahöfn í 1.skiptið

Ég fór í vígsluferð Herjólfs í Landeyjahöfn. Siglingin var stórkostleg í silkimjúkum sumarblæ, undir sálmaspili hornaflokksins. Hvað var meira viðeigandi en " when the saints go marching in og He got the whole world in His hand osfrv.. " Við komuna í Landeyjahöfn beið að virtist, allir íbúar Suðurlands að fagna komu okkar og bjóða velkominn. Þetta var algjörlega magnað og var stemmingin slík að gleðitár mátti sjá á hvarmi. Já þetta er stór stund í lífi okkar Eyjamanna. Móttökurnar í Landeyjahöfn voru yndislegar og til fyrirmyndar hverning að öllu var staðið. Heyra mátti Ritningalestur séra Kristjáns hljóma og farið var með vígslubæn. Þetta er byltingamikil samgöngu framkvæmd og sú stærsta í sögu Eyjanna. Nú gefast möguleikarnir, tækifærin verða fleirri og meiri fyrir okkur Eyjamenn sem og aðra. Auðveldara verður öllum landsmönnum að sækja okkur heim og njóta þeirrar Guðs blessunar sem hér er að finna. Svona á að gera þetta...Til hamingju Eyjamenn, til hamingju Ísland!!!!    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Innilega til hamingju með Landeyjahöfnina.  Þetta eykur örugglega ferðamannastrauminn til Vestmannaeyja.  Ég hlakka allavega til að fá mér sunnudagsbíltúr til Eyja.

Edda Karlsdóttir, 21.7.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Sigurðsson

Höfundur

Óskar Sigurðsson
Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum 23.júlí 1971. Ég er búsettur í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu minni Gunnlaugu R Sigurðardóttur og börnunum Benjamín Elí, Sigurbjörgu Líf og Sigurði Dan.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...n_20_953829
  • ...n_20_953803
  • ...uga_born_20

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband