Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
20.11.2012 | 15:28
Össur Hamas-t
Geti talað máli Palestínumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2012 | 11:20
Lögleysi magnast
Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna.
Samþykktu hjónaband samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2012 | 13:55
" hið friðsama Islam "
Ráðist á sendiráð í Súdan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2012 | 14:15
Af jafnrétti og Fiskiðjunni
17.8.2012 | 16:17
Sigra skaltu illt með góðu
Uppreisn, ofsi og óstjórn getur ekki af sér frið og sátt. Ekki ætla ég að verja Rússneska réttarkerfið en var við öðru að búast? Stúlkurnar hefðu átt að vita hvað þær voru að kalla yfir sig. Hér á Íslandi og víðar rísa upp stjórnleysingjar, listamenn og samtök til að lýsa yfir stuðningi við svo kallað "tjáningarfrelsi" og mannréttindi. Fólk sem spillti æsku síns tíma sem fyrirmynd hennar. Þetta fólk lætur sér fátt um mannréttindi finnast, nema þegar það hentar þeirra lísskoðunum og viðhorfum. Um hvað er þá baráttan? Að tjá sig með því að ráðast inná staði sem eru öðrum er kærir og helgir með truflun og ofsa og gera lítið úr trú og siðum annarra, hlýtur að teljast til óheilbrigðrar tjáningar. Þetta mannréttinda spjall nær ekki lengra en nefið á flestum. Að ná fram réttindum með því að brjóta gegn öðrum og hugsa eingöngu um eigin hagsmuni, getur aldrei borið góðan ávöxt. Árangur næst með því að tileinka sér það sem Heilög Ritning kennir " það sem þið viljið að aðrir menn gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra."
Pussy Riot sakfelldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2012 | 23:43
BÍL og Snorri í Betel
Það heyrðist ekki mikið í BÍL til stuðnings Snorra í Betel þegar honum var sagt upp störfum á dögunum fyrir að tjá sig, enda Snorri kannski ekki meðlimur í kaffi latte listamanna-elítunni í 101. Ekki komu heldur fulltrúar kennarasambandsins fram Snorra til stuðnings og það sem verst er hans eigin trúbræður..
Á sama tíma og sódómískar skrúðgöngur með draghörpuslætti er sýndur sómi, vex and-kristni á Íslandi. Risið er upp gegn öllu því sem heitir Guð og helgur dómur. Þetta lýsir best hversu umræðan er hlutdræg og öfugsnúin. Allt er öfugt að verða í þessu þjóðfélagi. Gott er illt og illt er gott, ljós er myrkur og myrkur ljós.
Ef einhver vitnar í Orð Guðs og Heilagar Ritningar er hann fordómafullur öfgamaður með haturfullan boðskap. En ef uppreisnar pönk píur í Rússlandi haga sér með ósæmandi hætti og kalla meðvitandi yfir sig ákærur, rísa upp áhyggjufullir anarkistar á Íslandi til stuðnings systrum sínum og vilja þær lausar úr haldi. Á sama tíma líður saklaust fólk um heim allan í járngreipum öfgafullra uppreisnarmanna og blóði fórnarlamba er úthellt daglega. Fyrir hverja eru mannréttindi?
Vilja Pussy Riot lausar úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2012 | 01:56
Það rignir víst yfir réttláta sem rangláta
Grenjandi rigning buldi á göngumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2012 | 01:45
Konur giftast og menn kvænast
Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2012 | 22:51
Biskup sé fastheldinn við hið áreiðanlega orð
Það er dapurlegt hvað framboð til Biskups er pólítískur valda slagur. Sá sem sækist eftir Biskupsstarfi girnist fagurt hlutverk, sagði Páll Postuli. Þó svo Biblían kveði skýrt á um hvernig Biskup eigi að vera virðist það suma engu skipta innan kirkjunnar. Orð Ritningarinnar vega lítið sem ekkert hjá frambjóðendum, heldur að aðlaga kirkjuna að breyttu samfélagi. Samfélag sem eltir öfga-isma og annarlegar stefnur prédikaðar í háskólanum, vill eitt í dag og annað á morgun, stefnulaust og villuráfandi í afstöðu sinni til flestra mála. Slíkt samfélag á ekki að móta Kirkju Krists heldur Orð Guðs.
Því segir Heilög Ritning að Biskup eigi að vera maður fastheldinn við hið áreiðanlega orð. Hann á að standa vörð um hina heilnæmu kenningu. Páll Postuli sagði að " þann tíma mun bera að menn þola ekki lengur hina heilnæmu kenningu heldur hópa þeir að sé kennurum eftir eigin fýsnum, til að heyra það sem kitlar eyrun. " Kirkjan á að boða mönnum iðrun, afturhvarf frá syndum og kenna þeim að halda ALLT það sem Kristur Jesús kenndi. Kirkjan á að snúast um Guð, en ekki manninn.
16.4.2012 | 01:11
Biskup sé maður fastheldinn við hið áreiðanlega orð.
Í trúarjátningu þjóðkirkjunnar er kristaltært að Guð er skapari himins og jarðar, að Jesús sé getinn af Heilögum Anda, fæddur af mey og muni koma til að dæma lifendur og dauða. Þetta er samkvæmt hinu áreiðanlega orði sem aldrei fellur úr gildi. Þó í gegnum tíðina hafi ýmsir ismar og annarlegar stefnur risið gegn Kristinni trú og boðað þegnum ríkisins að enginn sé Guð hafa þeir fallið, en Orð Drottins staðið stöðugt. Menn og konur vilja breyta Ritnigunum að samfélaginu fremur enn að samfélagið breytist að Ritnigunni, þeir vilja fá syndir sínar viðurkenndar í stað þess að viðurkenna syndir sínar. Undir því stjórnarfari sem nú er á Íslandi er guðleysinu brautin rudd og jarðvegur fyrir illgresið til að festa rætur hér í samfélaginu, jafnvel krikjan er villt í afstöðu sinni á stöðu Jesú Krists og Heilagrar Ritningar.
Fyrrverandi biskupsritari og núverandi prestur, Baldur Kristjánsson og Sigríður Guðmarsdóttir sem bíður sig fram til biskups geta ekki talist hæf í embættum sínum né heiðarleg þegar þau játa trú sína í messu. Fyrrum ritari biskups skrifar " við erum of vel lesin til að trúa Biblíunni bókstaflega, að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, Heilagur Andi hafi eignast barn með Maríu mey og þeir sem ekki játast Kristi verði kastað í eldinn. " Sigríður tekur í sama falska streng og lastmælir grundvelli Kristinnar trúar.
Að Guð sé ekki skaparinn, að heilagur getnaður sé skáldskapur, að Jesús sé ekki af meyju fæddur og Hann dæmi ekki með réttlæti er alger afneitun á grundvallar kenningu Kristinnar trúar. Orð Ritningarinnar eru fótum troðin og von hins kristna manns um eilíft líf að engu gerð. Þá er boðskapur jólanna fánýtur, söngur um signaða mær sem ól Guðs son ekkert nema tómir tónar og við aumkunnarverðastir allra manna. Guð hjálpi okkur!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- westurfari
- bookiceland
- binntho
- ek
- fosterinn
- muggi69
- zeriaph
- tilveran-i-esb
- coke
- hannesgi
- helgigunnars
- hjaltirunar
- hognihilm64
- ghordur
- ingaghall
- jensgud
- jonsullenberger
- bassinn
- kristbjorg
- kiddikef
- krist
- marinogn
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- nafar
- logos
- dressmann
- sjonsson
- sigurdurkari
- snorribetel
- stebbifr
- viggojorgens
- viktor
- postdoc
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar